Nirvana
Nirvana er hljómsveit frá Seattle sem allir alvöru rokkaðdáendur eiga að þekkja mjög vel. Unplugged in New York sem mer finnst vera besta platan, kom út árið 1994, sama ár og Kurt Cobain, söngvari og gítarleikari Nirvana framdi sjálfsmorð.
Plöturnar sem Nirvana hafa gefið út eru Incesticide, Bleach, Nevermind, In Utero, Unplugged In New York og From The Muddy Banks Of The Wishkah.
Nirvana var skipuð af Kurt Cobain sem var gítarleikari og söngvari, Krist Novoselic sem spilaði á bassa, Dave Grohl sem barði á trommur og singur nú í hljómsveitinni Foo Fighters og Pat Smear sem var ásamt Kurt Cobain Gítarleikari í bandinu. Þetta voru meðlimir sveitarinnar áður en Kurt Cobain heitin dó.
Þegar Nirvana héldu Unplugged in New York tónleikana höfðu þeir aldrei áður spilað á svona rólegum tónleikum, Kurt Cobain sat á stól með kassagítar, vanalega stóð hann með rafmagnsgítar og gerði allt vitlaust eins og þegar hann spilaði t.d. Smells Like Teen Spirit sem er eitt frægasta rokklag í heiminum.
Nokkur af bestu lögum sveitarinnar eru á disknum Unplugged in New York. Lög eins og About A Girl, Come As You Are, On A Plain, All Apoligies, The Man Who Sold The World sem er upprunaleg eftir David Bowie en Nirvana spiluðu oft lög eftir aðra á tónleikum. Mér finnst lagið The Man Who Sold The World mun flottara með Nirvana heldur en David Bowie.
Kurt Cobain var söngvari, gítarleikari, laga og textasmiður hjómsveitarinnar Nirvana, ásamt því að vera umdeildur en jafnframt elskaður leiðtogi sveitarinnar. Kurt fæddist í smábænum Hoquaim þann 20. febrúar 1967. Móðir hans var gengilbeina en faðir hans bifvélavirki. Fjölskyldan flutti brátt til lítils bæjar að nafni Aberdeen.
Á yngri árum sínum var Kurt oft veikur af berkjukvefi og er hann var sjö ára skildu foreldrar hans. Hann varð þá mjög ófelagslyndur og erfiður, hann náði sér aldrei almennilega eftir þetta. Eftir skilnaðinn flutti Kurt á milli ættingja og á tímabili bjó hann undir brú. Á þessu tímabili í æfi sínu kynntist hann Krist(Chris) Novoselic og þeir hlustuðu mikið á breskar hljómsveitir s.s. Sex Pistols. Í gagnfræðaskóla var Kurt lagður í einelti en hann hefndi sæin þó með ýmsum ráðum, Kurt hefur ætíð haft óbeit á skólakerfinu.
Kurt og Krist stofnuðu ótal hljómsveita áður en Nirvana varð að raunveruleika. Í fyrstu lék Kurt gjarnan á trommur en Krist söng og spilaði á gítar. Það var ekki fyrr en árið 1986 sem Nirvana varð til og aðeins þremur árum seinna fengu þeir sinn fyrsta plötusamning.
Þegar Kurt varð frægari og hjómsveitin vinsælli fór Kurt að hafa áhyggjur af því að þeir væru að laða að vitlausa hópa samfélagsins, þá sem punk-samfélgið hefur óbeit á. Í febrúar 1992 giftist Kurt söngkonunni Courtney Love sem þegar var barnshafsndi.
Í ágúst sama ár fæddist dóttir hans sem síðar var skírð Frances. Kurt reyndi að fyrirfara sér sama ár en án árangurs. Þann sjöunda apríl fannst Kurt dáinn á heimili sínu og læknar sögðu hann hafa dáið tveimur dögum áður. Lögreglan telur hann hafa framið sjálfsmorð en fjölmargar sannanir benda til þess að hann hafi verið myrtur og er ég sjálfur þeirrar skoðunar.
Nirvana er á margan hátt hin austræna útgáfa á himnaríki. Í raun og veru þýðir nirvana ,,hlé". Hlé á ástríðu, árásargirni og fáfræði. Hlé á endalausri baráttu mannsins til þess að sanna tilvist sína. Maður þarf ekki lengur að berjast til þess að lifa. Þegar maður hefur náð hléinu (nirvana) þá hefur maður hvort eð er sigrað. Til þess að ná takmarkinu barðist maður án þess þó að þurfa þess því styrjöldin var einungis háð vegna þess að maður missti trúna á sjálfan sig. Hafandi náð hléinu þá þarf maður ekki lengur að hagræða hlutunum svo þeir verði eins og einhver annar vill að maður hafi þá.