Blonde Redhead: Diskaferill Kazu Makino: Gítar & Söngur
Amedeo Pace: Gítar & Söngur
Simone Pace: Trommur

Blonde Redhead hóf ferilinn sinn 1993 þegar Kazu Makino & Maki
Takahashi hittu Amedeo & Simone Pace á Ítölskum veitingastað í New
York. Pace bræðurnir Ítalskir en Maki og Kazu Japönsk. Maki
Takahashi spilaði á Bassa en hann hætti í hljómsveitinni eftir
fyrstu skífu þeira (sem bar nafnið Blonde Redhead rétt eins og
hljómsveitin). Nafnið, Blonde Redhead, kom frá hljómsveitinni DNA
þ.e.a.s. NY Post Punk sveitin DNA samdi lag sem hét Blonde Redhead
og skýrðu Blonde Redhead sig eftir því lagi.

1995 gáfu Blonde Redhead út sína fyrstu skífu. Þetta var snemma árs
og atvikaðist það þannig að Steve Shelley, Trommari Sonic Youth,
hafi litist vel á sveitina og tók þau upp producaði og gaf út undir
smells like útgáfu sinni. Diskurinn er 8 ágætis lög og er hin
fínasta frumraun.

Stuttu síðar sama ár hætti Maki Takahashi í sveitinni og urðu
Blonde Redhead þá að því formi sem þau eru í dag. Maki virðist ekki
hafa verið mikilvægur hluti sveitarinnar því síðar þetta ár (sept.)
kom út önnur plata sem bar nafnið “La Mia Vita Violenta” en það er
ítalska fyrir Ofbeldisfulla líf mitt. Þessi skífa innheldur 10 gæða
lög og mæli ég þá sérstaklega með lagi 2, Violent Life, sem er
nokkurnveginn titillag plötunnar. “La Mia Vita Violenta” var einnig
gefin út af Steve úr Sonic Youth, Smells Like útgáfunni.

1997 og aftur fara Blonde Redhead í stúdíó. En nú hjá Touch & Go
útgáfunni. Hér eru á ferð 8 lög af allskyns skemmtilegri sýru. Pace
og Kazu syngja að krafti og finnst mér heyrast greinilega hve lík
þau eru en samt hafa þau hvor sinn blæ á röddinni á þessari plötu.
Mér finnst athugavert þegar ég hlusta á plötuna að fyrst lagið
heitir “Kazuality” rétt eins og söngkonan heitir Kazu og þá
sérstaklega athugvert þar sem Amedeo syngur þetta “Ka-zu-a-lit-y”
með meiri áherslum á “Ka-zu” en ég hef ekkert séð um þetta í
lestningum mínum á netinu svo kannski er ég bara að bulla. Á þessari
plötu var gestabassaleikari að nafni Vern úr hljómsveitinni Unwound.

1998 ári síðar eru Ljóshærðu Rauðhausarnir komnir aftur í stúdíó
ásamt Guy Picciotto úr Fugazi fyrir aftan mixerborðið. Í þetta sinn
bassalaus og finnst mér tónlistin þeirra orðin stórkostleg. Nú erum
við að tala um mjög þroskaða hljómsveit. Lög eins og “Futurism Vs.
Passéism, Pt. 2”, “Missile ++” & “Suimasen” eru alveg stórkostleg.
Blonde Redhead eru jafn þung og sýrð og vanalega en nú liggur
einhvernveginn meiri metnaður yfir tónlistinni, meiri dýpt. Haustið
'98 kom þessi skífa, In expression of the Inexpressible, út frá
Touch & Go og “kom Blonde Redhead á kortið” þó ég sé ekki að tala
um að þau hafi orðið mainstream hlómsveit því það verða þau aldrei
sökum tónlistarinnar.

2000. Stuttu eftir aldamót kom seinasta skífa Blonde Redhead til
þessa. Melody of Certain Damaged Lemons. Hún innheldur 11 lög sem
eru mun poppaðri en hitt efnið frá Blonde Redhead. Þrátt fyrir
poppið þá eykst sýrustigið og er þessi plata ekki síðri en “In
expression of the Inexpressible”. Lög eins “This Is Not” & “In
Particular” eru óhemju poppuð en óhemju skemmtileg. Guy Picciotto
sá um mixerinn og Touch & Go um útgáfuna.

Ásamt Melody of Certain Damaged Lemons kom út lítil EP plata frá
Blonde Redhead. Þessi skífa inniheldur 3 tilbrigði af lögum á
Melody of Certain Damaged Lemons og 2 önnur lög. Lögin eru:

01.En Particulier
sem er frönsk útgáfa af “In Particular” af Melody of Certain
Damaged Lemons.
02.Odiata Per le Sue Virt
sem er Ítölsk útgáfa af “Hated Because of great Qualities” af
Melody of Certain Damaged Lemons.
03.Chi É E Non É
En eitt ágætis lag frá Blonde Redhead.
04.Slogan
lag eftir Serge Gainsbourg spilað í útgáfu Blonde Redhead.
05.Four Damaged Lemons
Einhverskonar “remix” af “For the Damaged” af Melody of Certain
Damaged Lemons.

Annan Júní 2001 komu Blonde Redhead og spiluðu í Laugardalshöllinni
sem ég því miður sá ekki sökum fávisku minnar um þessa hljómsveit
þá. Þetta var á Reykjavík Mini-festival hljómalindar.