Jæja ég hef ákveðið að skrifa smá grein um Suede en þegar ég dró upp diskana með þeim um daginn man ég aftur hversu gaman var þegar Suede var á toppnum, þannig að ég hef verið að horfa ýmislegt efni & hlusta á þessa stórskemmtilegu diska með listahljómsveitinni Suede.

Suede
Brett Anderson (söngur)
Bernard Butler (gítar) 89-94
Matt Osman (bassi)
Simon Gilbert (trommur)
Richard Oakes (gítar) frá 94
Neil Codling (hljómborð) 95-2000
Alex Lee (órafmagnaður gítar) frá 2002

Sagan hjá þessari hljómsveit er alveg ótrúleg enda hefur oft verið sagt að þetta hafi einmitt verið rétti tíminn fyrir band eins & Suede að koma fram, þeir voru að koma upp á sama tíma & bönd eins Oasis,Blur,Pulp,Supergrass,Björk en þetta er oft kallað Britpop & var þetta stórskemmtilegur tími en Suede skar sig samt oftast soldið fyrir mjög listræna framkomu oft á tíðum oft þyngri & dularfyllri músik.En saga Suede byrjaði 89 en þá voru það Osman, Anderson, Justine Frischman seinna aðal söngspíra Elastica en hún var rétt til að byrja með að spila með Suede, en þau auglýstu í NME eftir gítarleikara & eftir prufur lá engin vafi á því hver væri þar færastur & félli best inn en Bernard Butler var ráðinn í bandið & byrjuðu þau fjögur að spila á útihátíðum & þessháttar, en skömmu eftir þetta kom Simon Gilbert inn í bandið fyrir Justine en þá var Suede byrjað að spila á fullu & orðnir þónokkuð vinsælir en talsverð eftirvænting var eftir þeirra fyrsta disk, Árið 92 gerðist einhvað magnað í tónlistarbransan í Bretlandi en þá gaf Suede sinn fyrsta disk sem hét & varð þetta strax mikið hit enda frábær diskur vel rokkaður & melodískur enda sankuðu Suede að sér flest öllum verðlaunum þetta ár, Suede varð strax ein vinsælasta hljómsveitin í tónlistarheiminum & spiluðu um allan heim.Næsti diskur kom svo út 94 DOG MAN STAR hét hann en hann var einnig stórkostlegur & hélt enska músikpressan ekki vatni yfir honum & settu hann á stall með bestu diskum sem komið höfðu út í Englandi enda magnað verk, dog man star varð samt ekki eins vinsæll & fyrri diskur Suede en hann er talsvert þyngri & ekki fyrir alla & féll kannski ekki alveg í MTV menninguna sem stóð hvað hæst þarna en altént er þetta af mörgum talin besti Diskur Suede & um leið einn besti diskur í Enski rokkmenningu, einnig fylgdi góð smáskífa með sem innhélt hið mjög svo vinsæla lag Stay Together en þessi smáskífa fæst aðeins í Bretlandi en eftir þetta var mikil ólga innan bandsins & þegar lítið var eftir af upptökum gekk Bernard Butler út & talað var um óleysanlegan ágreining milli Andersons & Butler en þeir hafa ekki talast við eftir þetta, en margir vilja meina að með brottför Butlers hafi tekið mikið af töfrum bandsins horfið enda frábær gítarleikari en hann hefur unnið að sólóferli & einnig hefur hann unnið talsvert með McAlmont.

Suede varð einnig nokkuð vinsæl í Bandaríkjunum reyndar undir nafninu LondonSuede en þrátt fyrir að Brett hafi dottið blindfullur af sviðinu af fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar í Bandaríkjunm & fresta þurfti næstu tónleikum, en á þessum tíma nutu þeir vinsælda í Bandaríkjunum & líklega vinsælasta bandið um gjörvalla Evrópu.Næsti diskur kom út 96 en hann hét Comming up & strax mátti sjá breytingar en bandið hafði poppast aðeins upp & Neil Codling var komin á hljómborð, en þessi diskur varð ótrúlega vinsæll en hann féll kannski ágætlega inn í þessa britpop menningu en þetta er samt sem áður klassa diskur með mörgum frábærum lögum en hann er soldið léttari en fyrri diskar, árið 97 gáfu þeir svo út mjög eigulegan tvöfaldan safndisk með óútgefnum lögum & eru margir mjög hrifnir af honum.En mikil bið hafði verið eftir næsta diski sem átti að koma út 99 en eftir 3ára bið eftir nýju efni frá Suede vissu menn ekki við hverju átti að búast, en 99 kom Headmusic út & var hann mikil vonbrigði en þetta var fjarri því að vera það band sem hafði gert allt vitlaus í byrjun áratugarins, þetta var einhverskonar Indiepop en tónlistarpressan hakkaði diskinn í sér enda Suede langt frá sínu besta þarna en reyndar kom einn mikill sumarsmellur útur þessu She's in Fashion en það eru reyndar 3-4 fín lög á þessum disk.

Árið 2000 gerðist hlutur sem ég og margir aðrir höfðu beðið í von & óvon eftir en Suede boðaði komu sína til landsins á Iclandic Arwawes, þeir héldu frábæra tónleika fyrir framan pakkaða Laugardalshöll & hreif Brett Anderson áhorfendur með sér með frábærri sviðsframkomu & kynþokka, hreint & beint klassa tónleikar sem seint gleymast mér úr minni.

En 2002 var von á nýjum disk en enn & aftur var spenna í loftinu en soldið var liðið frá síðasta disk, Neil Codling var hættur vegna veikinda & Alex Lee var gengin í bandið en það var svo 24 okt sem a new morning kom út, aftur voru vonbrigði hjá mörgum Suede aðdáandanum en það virðist sem gamla Suede sé horfinn, Suede er einhvern veginn mun léttari í dag & einhver óþolandi bjartsýni sem ríkir en Brett Anderson segir það túlki nýja hann sem tekið hefur upp betri siði, hætt öllu sukki & sé bjartara yfir honum en reyndar er a new morning mun betri en Headmusic & nokkur listagóð lög þar á meðal 2 leynilög sem margir vita ekki einu sinni um í dag en þetta var í fyrsta sinn sem lag frá Suede komst ekki á topp 10 í Englandi eftir að þeir hefðu gefið út nýjan disk, einnig kom smáskífa í kjölfarið sem hét Obsessions en hún kom aðeins út í Bretlandi í takmörkuðum eintökum.

Suede hefur unnið til ótal mismunandi verðlauna sem sýnir að þeir höfða til breiðs hlustunhóps, hún hefur verið valin bjartasta vonin, besta hljómsveitin, besta lagið & besta platan margoft, nú síðast var Brett Anderson kosið besta nútíma ljóðskáldið.

Frægustu lög Suede eru
The Drowners sem fyrsta lag þeirra sem kom út
Metal Mickey
Animal Nitrate
So young
Stay Together
Wild Ones
We are the pigs
Heroine
Asphalt world
Trash
Filmstar
Beatiful Ones
Saturday Night
She's in fashion

Plötur
Suede *****
Dog Man Star *****
Comming Up *** & hálf
Sci Fi Lullabies ***
Headmusic **
a New Morning ** & hálf

Áhugavert er að vita hvað Suede gerir næst & einhvað hefur verið talað um sanfplötu en margir vilja meina að það væri ólíkt Suede, en ég hvet samt gamla Suedara & aðra tónlistarunnendur að taka upp gömlu diskana & hlusta á þetta frábæra band, einnig mæli ég með myndböndun sem eru mörg alveg mögnuð sérstaklega af fyrstu tveim plötunum en þau eru virkilega artí & flott.