Jæja, þá er komið að því að gera enn eina plötugagnrýnina. Í þetta sinn valdi ég eina bestu plötu sem snillingarnir í Pink Floyd gerðu. Dark side of the moon. Reyndar finnst mér flestar plöturnar vera geðveikt góðar og get tæplega sagt hver af þeim er best að mínu mati, en ég held mikið upp á þessa.
Þessi diskur á skilið að fara í Góðir diskar-kubbinn
En hér er lagalistinn:
a)Speak to me b) Breathe: Byrjar með hjartslætti og sándinu sem er í Money ásamt fullt fleiru, mér finnst þetta byggja svolitla spennu sem er flott. Síðan byrjar lagið fyrir alvöru og mér finnst þetta vera mjög ljúfir tónar allt saman, flott hvernig þessir electronic effectar virka með þessu öllu Eitt sem ég er samt að pæla í, er þá komið í B partinn (Breathe) eða heitir lagið bara svona skringilegu nafni?
On the run: Effectabrjálæði. Eina orðið sem ég get fundið við þetta lag. Ógeðslega flott.
Time: Flott byrjun og sýnir líka hvað þeir voru að reyna mikið nýja hluti, síðan fer þetta yfir í flottar pælingar hjá öllum hljóðfærunum eins og þetta væri spuni. Svo lifnar skemmtilega á laginu þegar söngurinn er kominn og sólóið kemur og gerir þetta lag að einhverju því flottasta lagi núna hjá mér (hef ekki hlustað mikið á þennan disk nýlega)
The great gig in the sky: Þetta lag gæti alveg lýst atburðarás á himnum, þetta hefur bara þennan fílíng; orgel, léttur bassi og alles. Söngurinn er líka sérstæður því undir venjulegum kringumstæðum væri þetta sungið af feitri gospelsöngkonu en hér fær hrá karlmannsrödd að njóta sín í eitt skipti fyrir öll. Alveg yndislegt!!!!!!!!!
Money: Ég bara dýrka þennann bassa og taktinn. Þetta lag kemur mér oft í gott skap. Annars er þetta sona lala, fyrir utan sxófónsólósins þar til gítarsóló tekur við. Mér finnst það geðveikt flott. Mér finnst vera góð keyrsla í þessu lagi og vel samið eins og öll hin lögin.
Us and them: Þetta er svo fallegt lag. Sniff. Sona, rólegt, saxófónn í undirspili og síðan magnast lagið og það koma bakraddir og allt. :-D. Mjög vel samið lag og textinn líka.
Any colour you like: Vó sko, chilla aðeins á delay-inu. Reyndar er þetta flott byrjun en þetta delay er bara of mikið. En þetta er progg þannig að allt er leyfilegt ;-) Flott líka hvernig hann David Gilmore tekur sóló með delay-inu, kemur vel út.
Brain damage: The lunatic is on the grass. Sýra? Eða sýra? Neinei, þetta er mjög flott lag, ég bara man ekkert eftir þessu lagi :-/
Eclipse: Kröftug orgelbyrjun að annars frekar hippalegu lagi. Sumum finnst þetta flott en ég er ekki mikill aðdáandi þess. Annars er þetta mjög flott lag til að enda diskinn. Stutt og laggott. Reyndar of stutt. But who cares.
Þessi diskur fyrir mér er æðisleg hlustun og ég ætla reyndar núna að rannsaka hann soldið nánar og reyna að skilja hann betur. En allavega, góð plata, góð músík.
Stjörnugjöf: 5/5