Þann 5. mars nk. verða haldnir Black Sabbath tribute tónleikar á Gauk á
Stöng. Glöggir hlustendur Radíó Reykjavíkur ættu að hafa heyrt þá
auglýsta. Nú er eins gott fyrir alla Sabbath aðdáendur og alla aðra að
koma og hlýða á nokkrar íslenskar hljómsveitir votta metalguðunum
virðingu sína, slamma feitt og styrkja gott málefni í leiðinni, því allur ágóði
af miðaverðinu, sem er 800 kr., rennur til langveikra barna.
Hljómsveitirnar sem koma fram eru:

Botnleðja
Sign
Sólstafir
Solid I.V.
Diagon

Aðstandendur tónleikanna eru eftirtaldir:
Radíó Reykjavík
Black Sabbath aðdáendaklúbburinn á Íslandi