
Eftir langa bið kom loks frumburður hljómsveitarinnar út og ber nafnið Mary Star Of The Sea. Platan er útsett af Billy Corgan og Bjorn Thorsrud. Platan er 65 mínútur á lengd.
Lagalisti:
1. Lyric
2. Settle Down
3. Declarations Of Faith
4. Honestly
5. El Sol
6. Of A Broken Heart
7. Ride A Black Swan
8. Heartsong
9. Endless Summer
10. Baby Let's Rock!
11. Yeah!
12. Desire
13. Jesus, I / Mary Star Of The Sea
14. Come With Me
Með fyrsta upplagi plötunnar fylgir DVD mynddiskur sem er um það bil fjörtíu mínútur að lengd. Á þessum disk er að finna upptökur af tónleikum, viðtöl, bútar úr stúdíó upptökum og ýmislegt annað.
Fyrst þegar ég heyrði plötuna fannst mér þetta nú ekkert svakalegt, eiginlega hálf poppað. Miðað við umtal og “hype” sem hefði skapast í kringum bandið þá bjóst ég við meiru. En ég hef þó lært það að dæma plötur ekki út frá fyrstu hlustun. Eftir dálitla hlustun fór ég að fíla mest af þessu. Það eru nokkur lög þarna sem að mínu mati skara algjörlega fram úr og þau eru: Of A Broken Heart, Desire og Jesus, I / Mary Star Of The Sea. Í síðast nefnda laginu kemur vel fram hversu vel þau fúnkera öll saman. Á plötunni eru tvö til þrjú lög sem mér lýst enn ekkert á.
DVD diskurinn sem kemur með er frekar djúsí. Fullt af skondnu efni þar og fínum en mjög steiktum viðtölum. :)
Í heildina séð myndi get ég sagt að ég sé nokkuð ánægður með þessi kaup og get ekki gert neitt annað en mælt með þessari plötu, bendi fólki þó að reyna að ná sér í fyrsta upplagið upp á að fá DVD diskinn með.
Einkunn: 4 af 5.