MEÐLIMIR THE PIXIES:
Black Frances - gítarleikari og söngvari
Kim Deal - bassaleikari
Joey Santiago - gítarleikari og bakrödd
David Lovering - trommuleikari
Snilldarhljómsveitin THE PIXIES var stofnuð árið 1986 í Boston, Massachusetts. Það voru þeir Charles Michael Kittridge Thompson IV, sem er kallaður Black Frances og er frá Puarto Rico, og Joey Santiago sem gerðu það og voru herbergisfélagar á þeim tíma. Joey spilaði á gítar en Black Frances spilaði á gítar og söng.
Þeir auglýstu í dagblöðum eftir bassaleikurum og trommuleikurum. Það var hún Kim Deal gerðist bassaleikari og kynnti félögunum fyrir trommaranum David Lovering sem gerðist síðar trommari í hljómsveitinni. Fyrsta nafnið á hljómsveitinni var “Pixies in Panoply” en breyttu síðan nafninu í “The Pixies”.
Árið 1986 hitaði bandið fyrir hljómsveitina Throwing Muses. Eftir þá tónleika gerðu þau samning við útgáfufyrirtækið 4AD.
Árið 1987 kom út þeirra fyrstu diskur “Come on Pilagrim”.
Árið eftir kom platan “Surfer Rosa” sem mér finnst besti diskur þeirra. Surfer Rosa komst einnig á helstu vinsældarlista Bretlands.
Árið 1989 gáfu þeir út diskinn “Doolittle”. Sú plata komst alla leið í 8unda sæti á vinsældarlistanum í Englandi.
Eftir þessar þrjár plötur urðu “THE PIXIES” mjög þekktir og voru einnig þekktir fyrir sviðsframkomu sína á tónleikum. Því þótti eftirsóknarvert að sjá þá á tónleikum. Meðlimirnir tóku sér síðan smá pásu árið 1990 en komu síðan sterkir inn aftur með nýja plötu: “Bossanova” og vinsældir þeirru urðu meiri! Þau aflýstu
Kim Deal fór síðan að spila líka með annarri hljómsveit, The Breeders með Tanya Donnelly og Josephine Wiggs.
1991 fóru The Pixies að gera fjórða diskinn sinn “Trompe Le Monde”. Hann er talinn vera eini sanni ÞUNGAROKKSdiskurinn þeirra. Sama ár fór hljósmveitin í tónleikaferðalag út um allt og hélt risastóra tónleika í Evrópu en spiluðu í litlum íþróttahúsum í Bandaríkjunum. Síðasta tónleikaferð hljómsveitarinnar var nefnd “Zoo TV” og var árið 1992 og hljómsveitin sagðist ætla að taka sér pásu.
Kim Deal fór að spila meira með “The Breeders” og Black Francis hóf sólóferil sinn. Þegar hann kynnti sína fyrstu sólóplötu opinberaði hann að The Pixies væri hætt :(
Árið 1997 var gefinn út safndiskurinn “Death To The Pixies”.
Helstu Plötur:
Come On Pilgrim (Október 1987)
Surfer Rosa (Mars 1988)
Doolittle (Apríl 1989)
Bossanova (Ágúst 1990)
Trompe Le Monde (September 1991)
Death To The Pixies (Október 1997)
Pixies At The BBC (Júlí 1998)
Complete ‘B’ Sides (Mars 2001)