Meðlimir hljómsveitarinnar eru:
Hrafn Thoroddsen - Söngur/gítar
Franz Gunnarsson - Gítar/Söngur
Kristinn Gunnar Blöndal - Hljómborð
Guðni Finnsson - Bassi
Jón Örn Arnarson - Trommur
Áður en Ensími var stofnuð voru báður þeir Hrafn og Jón Örn starfandi með Jet Black Joe.. Guðni var í Lhooq að ég veit og Franz var í einhverjum hljómsveitum sem að ég man ekki hvað heita.. (já léleg rannsóknarvinna hjá mér..)
Ensími var stofnuð í kringum árið 1996 af Hrafni og Jóni Erni. Fyrsti diskurinn þeirra “Kafbátamúsik” kom út árið 1998 og er alveg bráðskemmilegur diskur, allavega vakti hann mikinn áhuga hjá mér og ég hef fylgst með hljómsveitinni alveg síðan. Mig minnir líka að gagnrýnendur hafi tekið mjög vel í diskinn..það hlítur eiginlega að vera því að “Atari” sem er einmitt uppáhalds lagið mitt á þeim disk var valið besta lagið á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Árið 1999 fengu þeir upptökustjórann Steve Albini til liðs með sér, en hann hefur meðal annars starfað með hljómsveitinni Nirvana. Þá kom út diskurinn “BMX” sem er einnig góður diskur að mínu mati. Sá diskur er kannski aðeins svona hrárri en samt ekki beint betri.. bara öðruvísi. Þessi plata fékk góða dóma og núna vissu líklega allir hverjir Ensími voru. Eftir þessa plötu ákváðu þeir nú samt að stofna sitt eigið útgáfu fyrirtæki og segja skilið við Dennis, en það fyrirtæki hafði gefið út báða diskana þeirra..
Nýja plata Ensími kom út fyrir soltu síðan, hún heitir bara “Ensími”. Ég er reyndar ekki búin að festa kaup á þeirri plötu ennþá en ég ætla að gera það því að ég á inneigns nótu í Mál og menningu (ligga ligga lái..) Ég veit ekki hvort að ég fer rétt með staðreyndir en ég held að þessi plata sé bæði til á íslensku og ensku.. allavega nokkur lög. Það hefur greinilega skilað sér því að Ensími er að fá mikla athygli í útlöndum og gott ef nokkur útgáfufyrirtæki hafi ekki sýnt hljómsveitinni áhuga.
Núna nýlega hafa Ensími verið að túra um landið með hljómsveitinni Brain Police og hefur sá túr fengið alveg frábærar viðtökur allstaðar um landið. Reyndar held ég að allir elski Ensími núna þessa dagana.. las gagnrýni í undirtónum, sánd og morgunblaðinu og þar fá þeir alveg frábæra dóma :D
Mér finnst þetta alveg yndisleg hljómsveit, góðir diskar og líka skemmtilegir á tónleikum.. ég vona svo sannarlega að þeir haldi áfram að dæla svona góðri tónlist til okkar :P