Have I got new for you or WHAT!!!
Nýr diskur með AC/DC er væntanlegur seint í Mars, upptökur eru reyndar ekki byrjaðar en diskurinn kemur bókað fyrir sumarið!!!
Allar líkur eru á því að Mutt Lange pródúsi diskinn.
Bandið var á Norður Englandi í nóvember og þá hófust sögusagnir sem er búið að staðfesta nokkuð vel.. (Þeir fara alltaf til UK þegar þeir eru að vinna að plötum).
Miðað við prógressinn hjá þeim verður þetta sennilega mjög blússuð plata, allavega miðað við það að blúsmesta platan þeirra (SUL) kom út fyrir 3 árum síðan og alltaf hefur verið soldið stutt í blússinn hjá þessari GEÐVEIKU grúppu.
Einnig er á leiðinni núr DVD diskur með þeim “Rock Monsters” eða e-ð solis. Kemur út 18. feb hægt að pre-ordera á amazon.com.
Við erum að tala um 44 mín. gigg frá 77, besta Bon Scott gigg EVER!!! Scottinn er svo flottur þarna, sá þetta á bootleg vídjói fyrir ári síðan og þar var hljóðið snilld, en á DVD!!!!!!!!!!
Einnig er sniðugt að benda á að AC/DC eru nýbúnir að skrifa undir nýjan samning við Epic/Sony, hættir hjá Warner sko. Og Allt safnið verður remasterað og gefið út í einhverjum flottari stíl, með textum og flottari booklettum. Svo er líka líklegt að fleiri DVD diskar fari að koma (Let There Be Rock Live In Paris The Movie á DVD!!! geðveikt maður(vonandi, vonandi) (Og live at donnington á DVD, þeað voru reyndar ekkert sérstakir tónleikar en samt!!!).
Ef þið viljið fylgjast með fréttum am AC/DC annarstaðar en frá mér kíkiði þá á www.AC-DC.net, besta síðan maður.
AC/DC voru nýlega tilnefndir í Rock ‘n’ Roll Hall of Fame!!!
Benni SG…
Bon lives!!!