Fjögurra manna rokkhljómsveit, meðlimir eru Nói, Andri, Rúnar og Halli ( trommur, hljómborð, gítar, bassi). Þetta er hljómsveit sem að hefur látið lítið á sér bera en er gjörsamlega uppfull af hæfileikum. Það eru kannski ekki margir sem að hafa hlutað á þá en þeir sem hafa hlustað hafa heillast. Það er mikið um tilfinningar í þessari tónlist og flottar pælingar.. það er reyndar svolítið um endurtekningar en það verður samt ekkert pirrandi eða leiðinlegt. Það er mikið um hraðabreytingar, þetta er lengst af mjög rólegt og rosa duló en svo magnast þetta upp meira og meira þangað til að maður getur ekki hreyft sig fyrir gæsahúð.
Hljómsveitin var stofnuð einhvern tímann seint árið 2000. Ég veit ekki alveg hvort að ég get líkt þeim við einhverja aðra hljómsveit eða hljómsveitir.., mér finnst þeir ekkert minna á einhverja eina, þeir koma einhvern veginn frá öllum áttum, raftónlist, rokk, jazz mjög tilraunakennt, ætli maður myndi ekki flokka þetta undir síðrokk.
Ég heyrði það frá vini mínum að Náttfari séð eitthvað í plötuútgáfupælingum þessa dagana, en séu samt ekkert búnir að ákveða neitt (veit einhver eitthvað um þetta?)
Mér finnst alveg að þeir ættu að gefa út svosem eitt stykki plötu, þeir hafa allavega hæfileikana og efnið í það. Það myndi þá líka koma þeim betur á kortið, því það eru ekkert margir sem að vita af þessari hljómsveit eða sem hafa heyrt í henni. Það er kannski stefnan þeirra, að halda sig “underground” og að þess vegna heiti þeir Náttfari - einhver sem ferðast um á nóttunni.. úúúú :P
Hlakka til að heyra meira frá þeim, yndisleg hljómsveit
kv. dóra