Vil bara taka það fram að það sem ég tala um í þessari grein er mitt álit, and mine alone. Ég skrifaði þessa grein líka í fljótheitum, ég á þá kanski til að hoppa úr einu í annað…
Eins og flestir vita þá er SlipKnoT að hætta. Eru þetta góðar fréttir eða slæmar ? Persónulega finnst mér þetta bestu fréttir sem ég hef heyrt um þá í langan tíma. Samt hef ég verið SlipKnoT fan frá því að ég fyrst heyrði í þeim, ég var í 8. bekk eða eitthvað. Málið er að ef þeir hætta þá sanna þeir bara að þeir séu eitt af bestu metal böndum í heiminum. Þeir enda ekki eins og KoRn, gefa út fullt af diskum. Fyrstu diskarnir voru mjög góðir en þeir voru ekki að gera neitt nýtt eftir því hvað tímanum leið. En eins og Kurt Cobain sagði ,,It's better to burn away then fade away“. Þetta er akkúrat það sem SlipKnoT eru að gera, þeir eru að hætta meðan þeir eru góðir. Þeir eiga ekki eftir að enda eins og KoRn, sellouts og ekkert annað. Ég þoli heldur ekki fólk sem segir ,,Ef þú værir sannur KoRn fan myndir þú hata Slipknot” það sýnir hvað þetta fólk hugsar lítið, bara afþví að það er einhver derringur á milli Jonathan og Corey þá verður maður að hata SlipKnoT og öfugt. Hvað varðar Stone Sour og Murderdolls þá gæti mér ekki verið meira sama, Stone Sour eiga góð lög (Mér fannst ljóðið samt best) og Murderdolls eru bara flottir, ekkert annað (Ágæt lög). Lögin þeirra eru líka öll skrifuð af áhrifum hryllinsmynda, eins og t.d. Dawn of the dead og Exorcist (Er ekki viss hvernig þetta er skrifað). Margir voru mjög óhressir með Iowa, þar á meðal ég, en það sem þeir eru að gera með Iowa er að þeir eru að gera eitthvað nýtt. Ef maður hlustar á gamla diskinn og síðan á Iowa þá heyrir maður alveg geðveikan mun, Iowa er þyngri og mykrari. Þeir eru einfaldlega að prófa eitthvað nýtt, ég var ánægður með sumt og annað óánægður. Maður sér engan mun á KoRn diskunum. Það eru líka mjög margir að segaja að SlipKnotT séu bara lélegir og ófrumlegir, en þeir hafa aldrei komið með nein góð rök um að þeir séu lélegir og ófrumlegir. Mér þætti gaman að heyra í þeim og kanski rífast við þá.
En ég eiginlega get ekki skrifað meira, þreyttur eða eitthvað… tek það líka fram að ég veit að SlipKnoT hafa gefið út M.F.K.R. ég bara tel það ekki fullgildan SlipKnoT disk, annar söngvari, gítarleikari and so on…ég veit líka að þeir eru að fara að taka upp nýjan disk en ég ætla bara ekki að segja neitt um hann fyrr en hann kemur út…Mér langar líka að benda á skemmtilega grein á www.black-goat.com þar sem haldið er fram að Corey hafi…segi ekki meira þið verðið bara að lesa hana…
(Biðst afsökunar á stafssetningarvillum)
________________________________ ___________________________________
All in all is all we all are…