Axl Rose Axl Rose

Axl Rose…söngvarinn, goðsögnin, rokkstjarnan, fíflið, rauðhausinn, drykkjusjúklingurinn, fullkomnunarsinni, píanóleikarinn, hæfileikamaðurinn og
“The asshole”. Maðurinn sem allir elska að hata. Þetta eru meginástæðurnar útaf því ég elska þennan mann. Ég ætla aðeins að tala um ævi rauðhausins.

W. Axl Rose var fæddur 6. febrúar 1962 í Lafayette, Indiana, sem William Bruce Bailey. Móðir hans fæddi lítinn rauðhærðan strák en hún vissi ekki að hann myndi verða ein umdeildasta og frægasta rokkstjarna heims á níunda áratugnum. Faðir hans hafði skilið við mömmu hans rétt áður en hann fæddist og hún giftist öðrum manni. Þetta vissi Axl ekki fyrr en hann var eldri, þá ákvað hann að breyta nafninu sínu í William Rose. Axl kenndi sunnudagsskóla þegar hann var á barnsaldri og fór reglulega í kirkju með fjölskyldunni sinni. Hann söng í kirkjukórnum og var algjört fyrimyndarbarn. Hann á eina systur og einn bróður.

Í skóla hitti hann Jeff Isabell a.k.a Izzy Stradlin. Þeir byrjuðu að hanga saman og semja lög, þeir sömdu meðal annars hina frægu ástarballöðu “Dont cry” saman. Stjúpfaðir hans misnotaði hann kynferðislega þegar hann var ungur. Þetta hafði slæm áhrif á hann. Á unglingsárunum byrjaði hann að nota eiturlyf og áfengi. Honum byrjaði að ganga illa í skóla og hætti snemma og ákvað að halda til Los Angeles með kærustunni að leit af frægð og frama.

Þau fóru til Los Angeles með ekkert á sér nema Axl Rose hafði mótorhjóla-leður-krókódílastígvéls tískuna með sér. Rauðhausinn vildi vera söngvari, en allar pönk hljómsveitirnar sögðu að hann væri of líkur Robert Plant og allar hippahljómsveitirnar sögðu að hann væri of pönklegur. Axl byrjaði að leita sér að vinnu og vann meðal annars fyrir sígarettufyrirtæki að keðjureykja fyrir 8 dollara á tímann. Í Los Angeles hitti hann vin sinn úr Indiana, Izzy Stradlin, og stofnuðu þeir nokkrar hljómsveitir saman, meðal annars AXL (þaðan er nafnið hans komið), og aðrar hljómsveitir eins og Rose og Hollywood Rose. Þeir spiluðu á börum og klúbbum. Síðan kynntust þeir Duff, Steven Adler og Slash og stofnuðu Guns N’ Roses. Þeir gáfu út plötuna Appetite For destruction árið 1987. Axl Rose var þá 25 ára og var vel kominn út í eiturlyfin. Hann varð heimsfrægur fyrir skræku rödd sína og bad attitude leðurbuxna útlit.

Kærastan hans fór frá honum. Hann byrjaði að hanga með einhverju grúppíum eins og klámstjörnunni Savannah, eða eitthvað þannig, sem gaf honum einkunina 1 af 10 í rúminu. Hljómsveitin gaf út aðra plötu árið 1988 sem heitir GNR’ LIES. Textarnir í einu laginu voru grófir og fjallaði um kynþáttahatur og homma. Það héldu allir að Axl væri kynþáttahatari og með hommafóbíu en ég nenni ekki að tala um það mál.

Eftir Lies fylgdi eftir Use your Illuison 1 og 2. Fyrstu plöturnar í rokksögunni sem komu út á sama tíma frá einni hljómsveit. Þetta var árið 1991 og Axl hafði rokkheiminn undir fótum sér og var ein frægasta rokkstjarna heims. Þarna byrjaði líka Guns N’ Roses vs. Nirvana stríðið þegar Kurt Cobain kallar Guns N’ Roses hæfileikalausa. Á þessum plötum voru lögin Dont Cry, November rain og Estranged eða “The Trilogy” eins og ég kýs að kalla þau. Mitt theory er að þessi lög passi öll saman. Dont cry fjallar um eitthvað stormasamt ástarsamband, November rain fjallar um parið sem giftir sig og konan deyr síðan í endanum og Estranged fjallar um brúðguman sem er í ástarsorg. Axl samdi öll þessi lög og eiginlega flest öll lögin á diskunum.

Jæja núna byrjar það, “hætta við tónleika og lemja konu tímabilið”. Axl átti nokkrar kærustur á þessum tíma, konur sem kærðu hann síðar fyrir að berja sig. Han varði sig sjálfur í réttarhöldunum. Þetta var ekki það eina sem hann gerði. Hann hætti að mæta á tónleika og það olli riots og eyðileggingu á tónleikastöðum. Hann var kærður og sendur í fangelsi í 3 mánuði. Samt mætti hann á flesta tónleikanna og Guns N’ Roses var ein vinsælasta hljómsveit allra tíma.

The Spaghetti Incident fyldgi á eftir Use you Illusion plötunum. Sú plata varð ekki eins fræg. Þetta voru cover lög af gömlum pönk lögum. Hún seldist ágætlega.

Núna byrjar tímabilið þegar Axl hverfur gjörsamlega og það heyrist ekki í honum í mörg ár. Slash og flestir meðlimir hætta í Guns N’ Roses í kringum 94-95. Axl rekur restina úr hjómsveitinni og kaupir nafnið Guns N’ Roses. Hann stofnar hljómsveitina uppá nýtt með nýjum meðlimum nema hljómborðsleikarinn Dizzy Reed sem er eini upprunalegi ásamt Axl í hljómsveitinni. Einn af þessum mönnum er furðufuglinn Buckethead. Nýja Guns N’ Roses komu með stórt comeback á MTV music video awards þegar þeir spila óvænt medley af Welcome to the jungle, Madagascar og Paradise City. Eftir þetta átti að fylgja tónleikaferðalag. Það byrjaði vel en fór til andskotans þegar Axl hættir við, engin ástæða gefin, bara hætt við allt. Axl hefur breyst alveg rosalega í gegnum þessi 10 ár.

Það er varla hægt að segja að þetta sé sami maðurinn.
Axl Rose…söngvarinn, goðsögnin, rokkstjarnan, fíflið, rauðhausinn, drykkjusjúklingurinn, fullkomnunarsinni, píanóleikarinn, hæfileikamaðurinn og
“The asshole”, tónleikafrestarinn, konulemjarinn og prímadonnan. Ég elska þennan mann og vill ekki fá einhver skíta comment frá nirvana aðdáendum og fleira fólki. Mér er alveg sama um stafsetningarvillur en það mega koma comment á staðreyndirnar ef ég hef þær vitlausar.
Ég ætla líka að benda á gamla Guns N’ Roses grein sem ég skrifaði http://www.hugi.is/rokk/greinar.php?grein_id=49605 Þessi grein sem ég var að skrifa núna um Axl Rose er kannski grein um Guns N’ Roses en það skiptir ekki máli. Engin skítacomment eða rifrildi, takk og bless.

Roadrunne