Iron Maiden, ein besta rokkhljómsveit allra tíma !
Hljómsveitin var stofnuð á Bretlandi milli áranna 1970 og 1972 af manni að nafni Steve Harris, og fékk hann til liðs við sig fjóra menn sem ég nenni ekki að telja upp. Iron Maiden hefur ekki alltaf heitið það, árin 1972-1973hét hún “Gypsy´s Kiss” og svo næstu tvö ár hét hún Smiler, en í desember 1975 breyttist nafnið í Iron Maiden og það nafn hefur haldist síðan. En það var alltaf smá vandamál hjá hljómsveitinni og það var að komast útfyrir það að spila alltaf á “pöbbum”. Það gerðist svo ekki fyrr en árið 1980 en þá voru allt aðrir meðlimir í henni en höfðu byrjað. En egar þeir gáfu út sína fyrstu breiðskífu (árið 1980) en hún hét “Iron Maiden” var mannskapurinn þessi; Paul Di´Anno-Söngur, Dennis Stratton-Gítar, Steve Harris-Bassi, Dave Murray-Gítar og Clive Burr-Trommur. Svona var þessi mannskapur í u.þ.b tvö ár nema að Dennis Stratton hætti eftir fyrstu breiðskífuna en á annarri breiðskífunni var kominn nýr gítarleikari saem heitir Adrian Smith. Svo árið 1982 kom nýr söngvari til sögunnar er Paul Di´Anno hætti, en hann heitir Bruce Dickinson (og er með alveg himneska rödd). En árið 1983 kom nýr trommari að nafni Nico McBrian. Svona hélst þessi mannskapur alveg til ársins 1990 en þá hætti gíitarleikarinn Adrian Smith og annar kom í staðinn en hann heitir Janik Gers, og svo árið ´93 hættir Bruce Dickinson og gerir nokkrar sólóplötur. Þá kom annar söngvari í hans stað en hans nafn er Blaze Bayley og söng hann á næstu tveim breiðskífum. Árið 1999-2000 hættir Blaze Bayley og Bruce Dickinson kemur aftur en með honum kemur svo Adrian Smith og þá hafði hljómsveitin þrjá gítarleikara, og gaf út eina breiðskífu sem kom út árið 2000. Rúmu einu ári síðar héldu þeir svo tónleika í Brasilíu í borginni “Rio de Janero” en þeir tónleikar hétu “Rock in Rio” og voru um 250000 manns á þeim og þetta eru held ég stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið í Brasilíu. Þá höfðu þeir félagar í bandinu tilkynnt að þetta væru síðustu tónleikarnir, en svo í nóvember 2002 kom út safndiskur sem heitir “Esward the great”. Og það táknar að þessi hljómsveit er svo sannarlega ekki dauð úr öllum æðum enn og hefur boðað komu sína á Hróarskelduhátíðina í sumar eða “Roskilde-festival” ásamt Metallicu og hvet ég alla til að fara að sjá þessa tónleika. Hljómsveitin hefur gefið út 14 breiðskífur, 4 tónleikadiska og svo 3 safndiska en svo kom nýlega út “Box-Set” með þetmur diskum í en þeir eru; BBC ARCHIVE, BEAST OVER HAMMERSMITH og BEST OF THE B'SIDES. Eddie “dýrið” framan á öllum diskunum þeirra og er á öllu sem þeir koma við sögu það er í raum rótarinn þeitta sem heitir Eddie og var alltaf með alls kyns grímur, þaðan kom þetta með þetta skrímsli. Frægustu lög grúppunnar eru m.a; The Wicker Man, Wrathchild, 2 Minutes to midnight, The Trooper, The evil that men do, Fear of the dark, Iron Maiden, The number of the Beast, Hallowed be thy name og síðast en ekki síst Run to the Hills. En ath. þetta er aðeins brot af því besta.
Frekari upplýsingar sjást á síðunni http://www.ironmaiden.com
Hér eru nöfn, fæðingardagar og ár þeirra hljómsveitarmeðlima sem eru enn í bandinu;
Setve Harris - Bassi
F. 12/3 ´57
Dave Murray - Gítar
F. 23/12 ´58
Adrian Smith - Gítar
F. 27/2 ´57
Janik Gers - Gítar
F. 21/1 ´57
Bruce Dickinson - Söngur
F. 7/8 ´58
Nico McBrian - Trommur
F. 5/6 ´54
Meira hef ég ekki að segja um þessa hljómsveit en ég vona að þið hafið af þessu gagn og einnig nokkuð gaman !
<!>Gunni E<!