Ný plata frá Radiohead! Ég sendi inn grein hér fyrir stuttu sem endaði á korknum um nýju plötu Radiohead. Fyrir þá sem lásu hana ekki er hún hérna:


>>Nýja platan frá Radiohead kemur út næsta vor áætlaður útgáfudagur er 25 mars. Hljómsveitin hefur komið með nokkrar uppástungur og þær vænlegustu þessa stundina eru: 2+2=5 og Are you listening?

Hljómsveitin tók upp 4 lög í Ocean Way Studios í Los Angeles og 13 í London. Þeir tóku síðan upp tvö lög frá LA lögunum aftur.

Platan mun innihalda 13 lög en þá hefur ekkert frést af lagalistanum. En líklegasti fyrsti Síngull er Where I end and You Begin.

Radiohead-liðar segja að platan muni vera THE BRIGHT SIDE OF INSOMNIA, sem ég veit ekkert hvað þýðir, en allavega það sem ég hef heyrt af lögunum (live og í Webcast-i) þá líkjast þau mest Ok Computer (97) og Kid A(00) blönduðum saman.<<



Allavega, ég var að lesa á GreenPlastic.com að í janúar blaði NME komu fleiri smáatriði um plötuna og væntanlegan lagalista.

Lögin sem er rosalegalíklegt að komist á plötuna eru þessi:

1)There There
Hugsanlega síngull, í þessu lagi er, með Phil trommara, Ed(gítarleikari) sem spila á trommur.

2)Scatterbrain
Hef ekki heyrt þetta lag.

3)Sit Down Stand Up
Líkt fyrsta laginu á Amnesiac, meira út í raftónlist heldur enn Rokk.

4)Myxomatosis
Svipað Dollars & Sent en þeir(NME) halda að það verði gert frekar eins og Idioteque.

5)Sail To The Moon
A Nick Cave - Bad Seeds.

6)We Suck Young Blood
Geðveikt “scary” texti og rosalega flottur “lazy” píanó-leikur.

7)Up On The Ladder
Lag um að komast á toppinn(á stiganum?), geðveikur bassaleikur, dálítið funky, og Dinasaur JR. gítar.

8)2+2=5
Annað lag sem vel gæti verið síngull.

9)Where I End And You Begin
Enn annað lag sem vel gæti endað á smáskífu, það sem er mjög áhuga vert að það er ýmist spilaði með EBbow á gítarinn eða spilað á Ondes (sjá N-A á SNL).

10)Punch Up At The Wedding
Risastórt lag algjör znilld á svipuðu róli og Exit Music af Ok Computer

11)Big Ideas
Gamalt nýtt lag, samið á svipuðu tímabili og True Love Waits, “afgangslag” af Kid A og Amnesiac, ekki út af því að það var lélegt heldur útafþví að það einfaldlega passaði ekki þar á milli, allt öðruvísi. Uppáhalds Radiohead lagið mitt um þessar stundir, notað á Spánar/Portúgal túrnum sem orgel-ballaða.


Önnur ný lög sem voru kynnt á Spánar/Portúgal túrnum eru þessi:
-I Will
-Wicked Child
-Follow Me Around
-Keep The Wolf From the Door
-Go To Sleep

Og enn önnur sem voru kynnt í fyrrnefndu Webcast-i:
-Good Morning Mr Magpie
-I Froze Up

Endilega tékkið á þessum lögum og segið hvernig ykkur finnst.
- garsil