Ég strengdi nokkur áramótaheit fyrir þetta ár og eitt af þeim var að skrifa fleiri greinar inn á huga, og þá sérstaklega tónlistarlegs eðlis. Ég fékk nokkra geisladiska í jólagjöf eins og til dæmis sá diskur sem ég ætla að fjalla um núna, Led Zeppelin II.
Ég veit skömmustulega lítið um þessa snilldarhljómsveit annað en það að þeir eru Bretar, þeir áttu sinn þátt í að breyta rokksögunni og það að Jimmy Page gítarleikari að mínu mati er með þeim bestu gítarleikurum allra tíma.
En hér kemur lagalistinn:
Whole lotta love: Byrjar vel með soulfílingi eins og Jimi Hendrix var vanur að gera en síðan breytist það yfir í eitthvern trommupart sem ég er ekki mjög hrifinn af akkúrat núna (kannski er ég bara svona þreyttur) en fer aftur í sama horf og Jimmy kemur með keiminn af því hversu góður hann er. Mér finnst þetta lag vera mjög gott og kemur manni ágætlega í stuð.
What is an what should never be: Þessi líka fallega söngrödd byrjar þetta lag og síðan bætist við bassi og trommur þar til trommurnar magnast og hæfilegt stuð kemst í það og maður veit ekki af fyrr en lagið fer aftur í fyrra horf. Þetta er á yfirborðinu rólegt lag sem lifnar við af því annars væri það niðurdrepandi. Ég veit ekki hvað ykkur finnst en þetta gæti kannski virkað sem bakgrunnsmúsík á deiti. Who knows?
Lemon song: Geðveikur blús byrjar þetta lag og er allt lagið en bassinn er meira í soul og mér finnst frábært hvað þetta passar vel saman. Lagið verður síðan aðeins örar og Jimmy tekur sóló upp á gamla mátann eða frá þeim tíma þegar 50´s rokkið í USA tók yfir. Talandi um að vera experimental!!! Lemon song róast síðan aftur og eraftur eins og það var í byrjun nema að gítarinn er virkari og er svona eins með Jimi Hendrix, alltaf svona lítil sóló milli þess sem er sungið. Ég elska þannig lög.
Thank you: Flower power, man!!!!!!!! Þetta var það fyrsta sem kom upp í huga minn þegar ég heyrði þetta lag fyrst. Flottar gítarpælingar orgelspil svo ekki sé minnst á söng gerir þetta lag mjög fallegt og hefur róandi áhrif á mig. Lagið síðan endar á ljúfum tónum af orgelinu.
Heartbreaker: Stuð! Tíbískt lag sem maður ímyndar sér að unglingar hafi dansað við fyrir um þrjátíu ár. Hápunkturinn er sólóið eins og er með mjög mörg lög en það er fúlt að það var ekki neitt undirspil á meðan þetta sóló var. En Jimmy bætir úr því með að spila annað sóló MEÐ undirspili. Geðveikt lag.
Living loving maid (she´s just a woman): Þetta lag minnir mig einhvernveginn á AC/DC þótt þetta séu tvær MJÖG ólíkar hljómsveitir, en allavegana, mér finnst Living loving maid vera stuðlag eins og Heartbreaker og það er eiginlega það helsta sem ég get sagt um þetta lag. Maður þarf eiginlega bara að heyra lagið  :-)
Ramble on: Maður heldur að þetta sé rólegt lag en síðan kemur þessi geðveiki partur sem hífir mann strax upp, alveg frábært!!!!!!!!!!! Þegar ég fékk þennan disk í jólagjöf hlustaði ég á þetta lag alveg í tætlur. Það sem mér finnst sérstaklega flott er sýran í bláendann, söngur í echo og allt. Ég fíla þetta lag í tætlur.
Moby Dick: Aftur þessi soulfílingur en blúsinn hinsvegar leynir sér ekki. Jimmy Paige tekur nokkra góða takta og allt hljómar vel en síðan kemur þetta bongótrommusóló sem bara er of langt (again ég er örugglega ekki að fíla það útaf því hvað klukkan er). En þetta trommusóló er ekki alslæmt. Þetta eru góðir taktar sem leiðir síðan í góðan endi.
Bring it on home: Hrár blús og munnharpa, er eitthvað betra? Þetta er einhver sú besta byrjun sem ég hef heyrt á ævinni og við fyrstu hlustun verður maður steinhissa hvernig þetta lag breytist. Maður á erfitt með að vera kyrr, maður vill fá útrás og á endanum er maður spilandi á luftgítar í gúddí fílíng. Síðan endar Bring it home á því sama og það byrjaði; hráum blús og munnhöpu.
Led Zeppelin II finnst mér vera frábær hlustun og ég persónulega mun aldrei verða leiður á honum og fær þessi diskur ***1/2 af ***** mögulegum.
Weedy