Hér er listi yfir 12 hluti sem er mjög ólíklegt að gerist árið 2003 í rokkbransanum. Það má í það minnsta vona að þetta sé engin Völvuspá!
*** Topp 12 hlutir sem myndu gera árið 2003 versta rokkár sögunnar ***
12. Ánægð með viðtökur á live útgáfu sinni af lagi SOAD Chop Suey ákveður Avril Levigne að gera live plötu - einungis með lögum SOAD. Tveim vikum eftir útgáfuna deyr Avril, ásamt hljóðfæraleikurum og þremur ónafngreindum sk8erboyz, þegar Aðskilnaðarhreyfing Albana í Kosovo sprengir upp túrrútuna þeirra.
11. Platan Iron Maiden í túlkun Celine Dion slær í gegn.
10. Sum 41 og Blink 182, ásamt fleiri böndum í sama geira, koma saman líkt og Pearl Jam, og fleiri góðir, gerðu þegar Temple of the Dog var gerð. Platan mun heita Checksum Failure og selst í bílförmum og fær gífurlega spilun. Rokkáhugamenn viðsvegar hljóta sálfræðilegan skaða, en þeir sem komast af með vit og heilsu fagna þegar enginn meðlima unglingapopppönkbandanna veit í hvaða hljómsveit hann var. Unglingapopppönkrokk lognast þar af leiðandi út af.
9. Innblásnir af árangri Bryan Adams við lagasmíðar fyrir Spirit Stallion of the Cimmaron ákveða Europe að gera comeback með því að skapa soundtrack fyrir Teletubbies: The Motion Picture.
8. Marilyn Manson og Courtney Love fá aðalhlutverk í endurgerð söngva- og dansamyndarinnar Grease. Brian Molko leikur Rizzo.
7. Í tilefni að 35 ár eru liðin frá útgáfu fyrstu plötu Jethro Tull eru haldnir tribute-tónleikar þeim til heiðurs. Allir fyrrum meðlimir hljómsveitarinnar koma á sviðið í einu, með núverandi meðlimum, til að flytja lagið Too Old To Rock ‘n’ Roll: Too Young To Die. Sviðið þolir ekki þunga hátt í annað hundrað manns og brotnar. Ian Anderson deyr í slysinu sem veldur hækkun á heimsmarkaðsverði á laxi.
6. Liam & Noel Gallagher ákveða að það sé óþarfi að semja fleiri lög, þegar þeir geta alveg eins flutt gömul lög The Who í óbreyttri útsetningu án þess að nokkur áhorfandi MTV fatti.
5. Creed semur og setur upp rokkóperuna Prince Valiant. Leðurbuxur komast aftur í tísku.
4. Courtney Love og Yoko Ono sameina krafta sína í hljómsveitinni The Plastic Boob Band og gefa út plötuna Bitches Brew, óafvitandi að nafnið hafi verið notað áður. Billy Corgan hjálpar Mrs. Kobain við lagasmíðar og upptökur.
3. Metallica gefur út S&M II - Featuring Ja Rule, platan er pródúseruð af Sean Combs.
2. Páll Rósinkrans gerir rokkplötu! Sóló! Honestly! No shit!
1. Chris Cornell klippir sig stutt og fær sér strípur.