Ég hafði lengi hlakkað til gærdagsins og var það út af einni stórri ástæðu. Ég var að fara sjá snilldarhljómsveitina Coldplay á tónleikum í Laugardagshöll. Ég hafði ekki farið á tónleikan með þeim í fyrra. Einfaldlega af þeirri ástæðu að ég var fordómafullur hálfviti með lélegan og óþroskaðan tónlistarsmekk (kannski frekar hart orðað en það er eitthvað satt í þessu).
En á þessu ári fór ég að hlusta á góða tónlist og þar á meðal Coldplay. Undanfarin mánuð hafði ég hlustað mjög stíft á nýjasta disk þeirra félaga, A Rush of Blood to the Head. Sá diskur er náttúrulega algjör snilld. Semsagt ég kunni lögin og textana næstum fullkomlega utan af sem gerir tónleikana bara enn skemmtilegri og eftirmennilegri.
Frænka mín tryggði mér svo miða í stúku sem kostaði 5400 krónur og ég taldi að þeim peningum væri vel varið. Sem á endanum var á meira en hárétt. Já eftirvæntingin var mikil en loksins kom sá merkisdagur 19. desember. Jæja þegar ég var kominn í höllina um svona klukkan 20:10 nældi ég mér í fín sæti upp í stúkunni. Um það bil þegar klukkan var 10 mínútur yfir 9 sigu hljómsveitin Ash upp á svið.
Því miður þekkti ég ekki mikið til þeirra þótt að ég kannaðist við nokkur lög hjá þeim. Þeir spiluðu svona 10-12 lög og voru á sviðinu í 50 mínútur. Ég get ekki annað sagt að þeir voru einfaldlega hörku góðir og komu mér þægilega á óvart. Eftir það komu tæknimenn upp á svið og fóru að stilla hljóðfærin. Það tók nú alveg 35 mínútur þar til að Coldplay guttarnir stigu loks upp á svið.
Þeir byrjuðu með látum eins og þeir gerðu í fyrra og gerðu það með byrjunarlaginu af A Rush of Blood to the Head, Politik. Þetta er mjög flott lag og fannst mér vel valið hjá þeim að byrja á því. En í þessu lagi sást hvað þeir nota píanóið vel og Chris Martin rokkaði einfaldlega ofvirkislega á því. Næst tóku þeir lagið sem þeir byrjuðu á í fyrra, Shiver af Parachutes.
Jæja ég nenni nú ekki að telja nákvæmt upp en svo myndi ég líka rugla öllum lögunum saman. En Coldplay spiluðu Trouble, Yellow, Don´t Panic og Spider af Parachutes og God Put A Smile On Your Face, Green Eyes og The Scientist af A Rush of Blood to the Head og svo líka eitt lag sem ég hef ekki heyrt á hvorugum diskunum. Flottust af þessum lögum fannst mér Green Eyes, Yellow og The Scientist.
Green Eyes er flott venjulega, en þegar hlustað er á það en live er það bara hrein snilld. Ógeðslega flott hvernig Chris spilaði háflt lagið aleinn og svo bættust hljóðfærin við. Yellow er náttúrulega algjört snilldarlag. En The Scientist fannst mér það flottasta á tónleikunum. Þetta var einfaldlega hljómur himnaríkis og þá lá við að ég grét út af ánægju.
Eftir að þeir tóku það lag sögðu að þeir væru hættir. Ég gat nú ekki trúað því að þetta væri búið. Þeir voru einu sinni ekki búnir að taka In my Place. Það vantaði einfaldlega eitthvað. Þeir voru líka bara að reyna áhorfendur. Áhorfendur voru ekki næstum því búnir að fá nóg enda bestu áhorfendur í heimi að þeirra sögn. Eftir að það hefði verið kallað Coldplay um nokkra stund komu þeir og allt varð vitlaust. Þeir tóku fyrst lagið Clocks (það er á AROBTTH) og var það helvíti skemmtilegt. Til gamans má geta að þegar Chris Martin söng lokalínurnar sem eru venjulega svona:
Home, home, where I wanted to go
Home, home, where I wanted to go
Home, home, where I wanted to go
Home, home, where I wanted to go.
En í laginu kom hann með svona smá djók og söng:
Kaffibrennslan, where I wanted to go.
Kannski ekki stór merkilegt en samt mjög fyndið. En svo tóku þeir lagið sem þeir gátu ekki sleppt, In my Place. Það var alveg frábært enda alveg ótrúlega gott lag. En svo ákváðu þeir að hætta aftur. Og áhorfendur ákvaðu að fá þá á sviðið aftur. Þá spiluðu þeir lagið Amsterdam og svo á endanum jólalagið “Have yourself a merry little christmas”. Þar með settu þeir lokapunktinn á þessa mögnuðu tónleika. Ég held að hver einasti maður sem var á tónleikum var MJÖG ánægður með þetta. Alla vega mun ég seint gleyma eða aldrei gleyma þessum tónleikum og held að ég verð eilífður aðdáandi þessara snilldarhljómsveitar.
Merry Fu**ing Christmas! Eins og söngvari Ash sagði.
Ps. Annað skemmtilegt sem gerðist:
Þeir tóku smá Sigurrós takta og verða ógeðslega fyndið
Söngvari Ash kom einu sinni upp á sviðið þegar þeir voru að sprella og eftir að hann fór sagði Chris Martin: “I want to thank Ash, the SECOND best band in the world.”