Hudson Wayne.Fyrir nokkrum dögum gaf Hudson Wayne
út sína aðra þröngskífu, I'm A Fox. Ég fór niðrí Hljómalind
til að kaupa pötuna (fæst líka í Japis og 12 tónum) og talaði
aðeins við Árna eins og maður á til þegar hann er að afgreiða.
Hann gat ekki sagt neitt nema gott um hljómsveitina. M.a.
það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður fer á
hljomalind.is er I'm A Fox auglýst sem jóla plata ársins og
ef fólk skoðar aðeins meira um hljómsveitina á síðunni er
talaðu um að hún sé eithvað sú efnilegasta og áhugaverðsta
hljómsveit á klakanum í dag. Árni Viðar lýsir lögunum
meðal annars sem ljúfum ballöðum í anda Will Oldham,
Neil Young, Johnny Cash og Giant Sand. Mineur-Aggressif
gefur út plötuna, sem er þeirra eigið útgáfufyrirtæki og er
platan unnin í samvinnu við kimono.
Hudson Wayne samanstendur af fjórum meðlimum, þeim
Þráinni Óskarsyni (bassi, orgel), Birgi Viðarsyni (gítar),
Hákoni Aðalsteinsyni (gítar/slide) og Helga Sigurðssyni
(trommum). Þess má geta að Þráin er líka í hljómsveitunum
kimono og Reporter, Hákon í Lúnu og Helgi í Reporter ásamt
Þráini. Hudson Wayne hefur áður gefið út þröngskífuna Sligthly
out of Hawk.
Nýja platan þeirra I'm a Fox skart rosalegum myndum eftir
Maríó Múskat (bassaleikara kimono). Fyrsta lagið, The Note,
er eitt kúrekalegasta lag sem samið hefur verið af Íslendingi :o)
Næsta lag, Visual Pop, er eitt besta lagið á plötunni, snilldar rafgítar-
leikur yfur ljúfa kassagítarshljóma og bursta trommur. Minnir
mig dálítið á Low, en það er bara betra.
Iodine er svona eins og After the Gold rush Hudson Waynes.
Einfaldir djúpir píanó-hljómar og þegar á líður lagið kemir
svona blandaður Radiohead+Coldplay gítarleikur yfir, rosa flott.
Take, Take a brake, Take a Take, Take it now…
Lagið númer fimm, Are You Seaworthy?, er rosalega fallag
ballaða og ef ég vitna aðeins í textan…so just take me as I am,
I've alredy take me peace, so don't ever lie to me again… rosa
fallegt lag með djúpum tom-tom trommutakt sem einkennir
hljómsveitina á fyrstu tvem skífunum.
Loka lagið, The Storm, þunglyndis-ballaða í anda Nick Cave
með rosalegum gítarsamleik. Platan í heild skilur mann eftir
í eftirvæntigu eftir breiðskífu frá þeim félögum í Hudson Wayne.
Mæli einfregið að þið (sem fílið ofan nefnda artista) kíki á þennan disk.
- garsil