Joy Division OY DIVISION (1977 - 1980)

Hin goðsagnakenda hljómsveit Joy Division var stofnuð árið 1977 af Bernard Albrecth (gítar) og Peter Hook (bassa). Þeir hittust fyrst á fyrstu tónleikum Sex Pistols í Manchester. Þeir stofnuðu hljómsveit sem hlaut nafnið The Stiff Kittens. Eftir að þeir höfðu sett auglýsingu í plötu-búð í Manchester fengu þeir til liðs við sig söngvaran Ian Curtis og trommaran Steve Brotherdale. Skipti nú hljómsveitin um nafn, úr The Stiff Kittens í Warsaw. Joy Division kom fyrst fram í maí 1977 í Manchesters Electric Circus. Steve Brotherdale hætti í bandinu í Ágúst 1977 en ekki voru þeir trommulausir lengi því Stehpen Morris fyllti upp í skarð Steve. Seint á 1977 þurfti Warsaw að skipta um nafn vegna þess að til var áður pönk hljómsveitin Warsaw Pakt. Nýja nafið var það endanlega sem við öll könnumst við: Joy Division.

Joy Division spilaði látlaust árið 1978 og bandið hlaut þónokkra virðingu frá nokkrum virtum mönnum í Manchester: Rob Gretton sem varð þeirra umboðsmaður, Tony Wilson (24 hour party people) sem var þeirra helsta samtenging við undirheim tónlistarinnar og Derek Branwood sem tók upp með þeim árið 1978 lötu sem átti að vera þeirra sjálf-nefnda frumraun.

Platan hefði verið sígild pönk-plata þar sem nokkur af lögunum voru gædd pönkuðum-persónutöfrum en hin sem sýndu rosalegan samleik hjá Hook og Albrecht. En þegar stúdíó-tæknirinn bætti við synth-um í trú um að pönkið yrði að halda áfram og þurfti að bæta nýjum hljóm í pönkið. Joy Division neitaði að gefa þessa plötu út (hún er til sem bootlegið Warsaw árið 1982) en árið 1978 hom fyrsta útgáfa Joy Division út, An Ideal for Living E.P. gefin út af þeirra eigin labeli Engima.

Gamal vinur Tony Wilson, Martin Hannett tók upp með strákunum plötuna Unknow Pleasure sem gefin var út árið 1979. (Inniheldur hún meðal annars lögin She's Lost Control og Disorder). Joy Division var síðan boin samnigur frá Ameríska plötu-risanum Warner Bros, en þeir höfnuðu því.

1979 héldu Joy Division marga tónleika sem voru vel sóttir, aðalega út af heilsu Curtis. Hann átti við flogaveiki og átti það til að fá flogaköst á sviði. Sumir héldu að þetta væri bara leikaraskapur því erfitt var að greina frá köstunum og sviðsframkomu hans. Eftir því sem tónleikum fjölgaði minkaði heilsa Curtis. Joy Division byrjaði að taka up sína aðra plötu, Closer, og gaf út “Love Will Tear Us Apart” í apríl. Eftir eina tónleika í maí fékk bandið tveggja vikna frí til að safna orku fyrir þeirra fyrstu ferð til Bandaríkjana. Tvem dögum áður (18 maí) en bandið átti að fljúga til USA var Curtis fundin á heimilinu sínu dáin. Hann hafði hengt sig 22 ára að aldri.

Áður en Curtis dó, hafði bandið ákveðið að ef einhver af meðlimunum hætti mundi Joy Division ekki lengur vera til. Hljómsveitin hætti árið 1980. Love Will Tear Us Apart fór í sæti númer 13 á breska smáskífulistanum og í ágúst kom út platan Closer. Platan komst í sæti númer 6 á breskum lista og leiddi það að Unknow Pleasure komst á lista.

Í janúar næsta ár Hook, Morris og Albrecht (heitir núna Bernard Sumner) stofnuðu hljómsveitina New Order (nafið tekið af fyrsta laginu á UP, Disorder), Sumner tók þá yfir söngstörfin. Árið 1981 kom svo út Still, með óútgefnum lögum og “live” upptökum.

Heimildir: www.incubation.ch og www.allmusic.com

Plötulisti:
1979 Unknown Pleasures
1980 Close
- garsil