þegar að þú hlustar á þessar hljómsveitir eiga þær næstum ekkert sameiginlegt hvað varðar tónlistina sjálfa… .þessi bönd eiga ef til vill e-ð sameiginlegt hvað varðar framkomu, klæðnað (samt ekki, það er bara það að hljómsveitirnar hafa allar ákveðinn stíl hvort sem að það er einkennisbúningur er mér-er-alveg-sama-um-all-og-alla lúkkið…) eða þá staðreynd að meðlimir hljómsveitanna eru allir frá aldrinum 20-25 ára…..
mitt álit á hljómsveitunum:
the strokes= góðar melódíur og flottir textar, eru góðir hvort sem að það er í útvarpinu eða á tónleikum, eru með þennan mér-er-sama-um-allt-og-alla stíl sem að er bara að virka svona þrusu vel hjá þeim… lögin þeirra eru öll frekar svipuð (á góðan hátt) svo að maður veit alveg við hverju á að búast að þeirra hálfu….
the hives= mun kraft meiri tónlist, punk-rokk, textar kannski ekki neitt sérstaklega merkilegir enda tekur maður nánast ekki eftir þeim þar sem að það er ómögulegt að skilja hann pelle söngvara, mjög góðir á tónleikum, gefa mikið frá sér en að mínu mati ekki beint besta bandið til að hlusta á heima í stofu…. eins og the strokes er músíkin frekar svipuð.. eins og þeir sem að e-ð þekkja til the hives vita eru þeir ávallt klæddir í svört jakkaföt og með hvítt bindi og segja þeir ástæðuna fyrir þessu vera að þeim þykir svo leiðinlegt að kaupa föt!
the white stripes= dúett, lögin á nýjasta diski þeirra “white blood cells” eru af ýmsum toga. þar má finna kántrí, rokk, ljúfar melódíur í anda bítlanna svo e-ð sé nefnt… þaður veit eiginlega ekki við hverju á að búast frá þeim þar sem að þeim dettur alltaf e-ð skemmtilegt í hug. þau systkinin meg og jack white eru alltaf klædd í hvít og rauð föt og er það kannski eitt af því fyrsta sem að maður tekur eftir í sambandi við þau….
the vines= fín hljómsveit þegar að maður hlustar á þá heima en ég hef séð e-ð af tónleika upptökum með þeim og satt best að segja eru þir hörmulegir “live”.. hann craig kallinn er ekkert að reyna að syngja vel heldur er hann frekar að reyna að vera spes og vera með hinar ýmsu grettur… enda er mér-er-sama…. lúkkið mjög áberandi hjá þeim… þau lög sem að eru hvað helst þekkt af fólki eru mest “rokkuðu” lögin af geisla diski þeirra “highly envolved”… hin lögin eru í rólegri kanntinum en ekkert verri fyrir það…..
jæja þetta var nú bara mín skoðun.. segið mér endilega hvað ykkur finnst!
takk fyrir
ZeLLa
.ZeLLa.