En Corgan sat ekki lengi aðgerðalaus því fljótlega eftir að New Order ferðalaginu lauk fóru af stað sögusagnir um nýtt band sem Corgan færi fyrir, og nöfnunum Zwan og Djali Zwan var fleygt um. Zwan spilaði sína fyrstu tónleika í The Glass House seint 2001, þar spiluðu þeir 13 ný lög fyrir fullu húsi. Auk Corgan sem spilaði á gítar og söng voru Matt Sweeny á gítar, Dave Pajo á bassa og Jimmy Chamberlain á trommur. Þrír aðrir tónleikar fylgdu og á hverjum bættust einhver ný lög við það sem var spilað á Glass House, því eins og Pumpkins aðdáendur vita er Corgan ofvirkur lagasmiður, fyrrverandi bassaleikari Pumpkins, D'Arcy Wretzky hefur sagt frá að Corgan lét hana oft hafa um það bil 20 lög á viku til að búa til línur við. Tónleikarnir vöktu mikla athygli bæði meðal aðdáenda Pumpkins og meðal pressunar úti. Fleiri tónleikar fylgdu í kjölfarið og alltaf voru ný lög að bætast við.
Í apríl 2002 kom bassaleikarinn Paz Lenchantin sem hefur leikið fyrir A Perfect Circle í staðinn fyrir Pajo sem skipti yfir á gítar. Fljótlega fóru af stað sögusagnir um væntanlega plötu Zwan, en ekkert bólaði á tilkynningum frá hljómsveitinni. Plötufyrirtæki höfðu keppt við hvort annað um að láta hljómsveitina fá samning en Corgan var ekki hlýtt til þeirra þar sem Virgin fyrirtækið sem Smashing Pumpkins voru hjá leyfði honum ekki að gefa út síðustu plötu þeirra, Machina II. Þar sem ekkert bólaði á plötunni höfðu aðdáendur sveitarinnar verið duglegir við að taka upp tónleika þeirra, eitthvað sem Zwan voru alveg sáttir við. Það eru til upptökur af öllum lögum sem hafa verið leikin á tónleikum og sumir tónleikanna eru til í heild sinni, til dæmis Glass House tónleikarnir. En nú í lok nóvember var staðfest að platan væri á leiðinni. Ekkert hefur verið gefið upp um hvaða lög verða á henni og nafnið var ekki opinbert þar til fyrir stuttu, nýjustu heimildir segja nafnið vera “Mary, Star of the Sea”. Fyrsta smáskífan af plötunni er komin út í Bandaríkjunum en útvarpsstöðvar hér á landi eru eitthvað seinar til leiks því ég hef ekki ennþá heyrt lagið hér í útvarpi. Það heitir “Honestly” og það er hægt að nálgast það hér fyrir neðan. Ég veit að ég er ekki sá eini sem bíður spenntur eftir plötunni, en útgáfudagur hennar er sagður vera 28. janúar.
Honestly, Glass House tónleikana og fleira er að finna hér:
http://www.poetsofzwan.com/?mp=media
Heimasíða Zwan:
http://www.zwan.com/
Góð lög (Öll nema Honestly eru bara til sem tónleikaupptökur):
Whatever, Whenever
Honestly
Spilled Milk
Glorious
The Spy Tra La
Don't Let Me Down (Bítla cover)
Drink mate! Get the noise!