Paul Hewson “Bono”: Söngur stundum spilað á gítar
Adam Clayton: Bassi
Larry Mullen, Jr : Trommur
Howell Evans “The Edge” : Gítar, bakraddir og spilar hann líka hljómborð stundum
Árið 1976 lagði hinn 14 ára gamli Larry Mullen(trommur) upp auglýsingu í skólanum sínum að hann væri að leita eftir mannskap í hljómsveit. Strax daginn eftir birtist Adam Clayton(bassi) upp að dyrum hjá Larry og á eftir honum kom Paul Hewson öðru nafni Bono(söngur) og eftir Bono kom Dave Evans eða ,,Kletturinn''(gítar) Þessir menn standa undir nafninu U2 í dag.
Bróðir Dave Dick spilaði einnig með þeim á gítar en hætti mjög snemma til að spila með annari hljómsveit.
Snemma breyttu þeir nafni sínu frá the feedback í The Hype. Þeir byrjuðu að æfa mikið eftir skóla og mikil vinna fór í að stunda hljómsveitina og semja lög. Með tímanum myndaðist góð vinátta og voru strákarnir orðnir hinu bestu vinir. Eftir næstum 18 mánuði fengu strákarnir loksins stóra tækifærið, það var í hæfileikakeppni í Írlandi árið 1978. Keppnin var í boði CBS, Jackie Hayden dæmdi keppnina. U2 unnu keppnina, fengu 500 dali og hrífðu Hayden það mikið að hann gaf þeim frían tíma í stúdíó til að taka upp demó.
Snemma eftir hæfileikakeppnina sannfærði bandið Paul McGuinness til að vera umbann þeirra. Strákarnir spiluðu á hverri skólaskemtun sem þeir komust í. Þó reyndu þeir að vera mest í kringum Dublin til að hafa aðdáendur saman á einum stað ( nokkurveginn locan fan base). Í desember árið 1979 fóru þeir til London til að reyna ná athygli almennings. Seinna árið 1980 kom út hljómplatan ,,Boy'' strákarnir voru búnir að koma sér upp samning hjá Island Records og allt gekk þokkalega. Árið 1981 gáfu þeir gáfu út diskinn ,,October'' og mátti meðal annars finna á honum Gloria og With a shout. Platan seldist vel og stækkaði nafn U2.
Árið 1983 kom diskurinn ,,War'' sem meðal annars innihélt lagið Sunday Bloody Sunday. Á flestum tónleikum U2 öskraði Bono ,, This is not a rebel song ‘' og vafði utan umsig hvítan fána. Þetta lag átti að vera tákn friðar. Lagið Sunday bloody sunday er tileinkað þegar bretar skutu á mótmælagöngu kaþólskra í Norður-Írlandi. Á plötunni var einnig að finna lagið New years day, það náði 10 sæti breska listans. og komst inn á top 50 listan í bandaríkjunum. Mtv setti myndbandið New Years day í harða spilun til að reyna kynna U2 meira.
Víða seldist upp á tónleika þeirra þegar þeir voru að kynna plötunna war, þá tóku þeir upp á tónleikum diskinn Under a Blood Red Sky sem var einnig gefið út á myndbandið. Tónleikarnir fengu góða spilun á mtv. Árangur War og Under a Blood Red Sky varð til þess að þeir fengu að breyta plötusamning sínum og fóru að prufa frumlegri leiðir.
Árið 2001 fóru þeir á tónleikarferðalag til að kynna nýju plötuna sína All That You Can’t Leave Behind. Ferðalagið kallaðist The Elevation Tour, Merkasti punktur túrsins voru tónleikarnir í Slane Castle rétt fyrir utan Dublin. Þeir voru haldnir rétt eftir dauða föður Bono. Þeir þénuðu hvorki meira né minna en $110 milljónir dala á túrnum og er það besta uppskera tónleika síðan Rolling Stones héldu Voodoo Lounge Túrinn 1994. Einnig hrifsuðu þeir grammy verðlaun fyrir lagið Beatiful day sem kom út á All That You Can't Leave Behind.
Eftir meira en 20 ár virðist vera nóg af krafti eftir. Allir 4 meðlimirnir ennþá í bandinu og eru þeir allir góðir vinir. Það fer ekki milli mála að U2 er ein af stærstu hljómsveitunum í dag og verður það gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni, Þeir sentu frá sér lögin The Electrical storm sem hljómar skemmtilega og einnig lagið The hands that built america sem er “þímlag” úr kvikmyndinni Gangs of new york. Bæði lögin eru að finna á The Best of 1990-2000
Ætla að afsaka það að það vantar nokkur tímabil inní þannig ekkert bögg plís uppá það :)
Diskarnir :
Boy 1980
October 1981
War 1983
Under A Blood Red Sky: 1983 (tónleikar)
The Unforgettable Fire: 1984
The Joshua Tree: March 1987
Rattle & Hum: 1988
Achtung Baby: 1991
Zooropa: 1993
Pop: 1997
The Best of 1980-1990: 1998
All That You Can't Leave Behind: Lok ársins 2000
The Best of 1990-2000: 2002