Ég var í dk. um daginn, eða fyrir ári, og rakst á tímarit,
er hét Rock Sound. Með því fylgdi diskur og þar var einmitt
lagið “Feel The Break” með Dry Kill Logic. Og um þá hljómsveit
mun ég fjalla um hérna í stutta stund.

Þeir Cliff Rigano (söngur), Dave Kowatch (bassi) og Phil
Arcuri (trommur) stofnuðu, ásamt ónefndum gítarista,
hljómsveitina Dry Kill Logic í Westchester, New York árið
1995. Þeir voru þá (og eru jafnvel enn) undir áhrifum af
hljómsveitum eins og Pantera, Tool, King Diamond, Sepaltura
og Fear Factory. '97 létu þeir svo frá sér smáskífuna/demóið
“Cause Moshing is Good Fun” frá sínu eigin merki, Psychodrama
Records. Og eftir að hafa hitað upp fyrir bönd eins og Exodus,
Flotsam & Jetsam og Pro-Pain, sruppu drengirnir í stúdíó með
Andy Katz (Overkill, Local H, Rakim) til að taka upp “Elemental
Evil”. Og um leið var þeim boðið á svið með böndum eins og
Coal Chamber, Incubus, Anthrax, System of a Down, og the Misfits,
ásamt fleirum. Þrátt fyrir miklar vinsældir þá var farið að hitna
í kolunum hjá þeim drengjum og það varð svo til þess að
gítargaurinn hætti. Þá (1999) ákváðu þeir að taka smá pásu.

En svo þegar þeir voru reiðubúnir að koma aftur fóru þeir
í gítaristaeit, og fundu þar Scott Thompshon, sem var þá
að vinna sem gatari (þá meina ég gera göt á fólk, ekki blöð
eða annað slíkt) á tattústofu. Og létu þeir félagar mörg góð
orð falla um hann. Þeir fjórlingarnir fóru nú (feb. 2000) að
semja lög og duttu inní stúdíó hjá Scrap 60 Production í Ágúst.
Og þeir voru nú ekki lengi að taka upp 13 laga yndisauka sem
kallast “The Darker Side of Nonsense”.

Ákafinn og reiðin á öllum lögum á “The Darker Side of Nonsense”
er ótrúleg, og fittar vel inní flotta rythma og töff gítarhljóma.
“Það sniðuga við þetta er að lögin eru ekki um neitt sérstakt.
Ég sem ekki með eitthvað sérstakt í huga.” segir Cliff “Mér
líkar það þegar fólk kemur því frá sér sem það vill koma frá sér.”
“Þetta nýja dæmi sýnri að við vorum búnir að fá leið á öllu” segir
Phil. “Við vildum einfaldlega vera þyngri og meira in-your-face”

Og ég vil fá að enda þetta með nokkrum orðum: Kaupiði diskinn,
hann er hrein snillllld.

Heimildir:
http://www.drykilllogic.com
http://www.thegauntlet.com
indoubitably