Ég hef oft mikið pælt í hvernig maður á að flokka rokk. Og hvað heita svo flokkarnir. Flest svona rokkflokkunnarhugtök hafa ekki náð neinum sérstökum vinsældum.
Allir vita nú flestir muninn á dauðarokki og venjulegu rokki. En aðraflokka þekkir maður lítið.

Ég hlusta mest á tónlist með Weeser, Bush, Radiohead og Nirvana ásamt fleiru sem er ekki beint rokk; Queen, Jewel og söngleikjatónlist. En hvernig á ég að flokka þetta.

Einhverstaðar heyrði ég hugtakið nördarokk. Hvað felur það í sér?

Núna upp á síðkastið hef ég verið að reyna að stækka aðeins það sem ég hlusta. Hvaða hljómsveitir eru með tónlist í svipuðum stíl og þessar þarna, Weeser, Bush, Radiohead og Nirvana.


Með kveðju

Inga Ausa