þar sem að greininn(spurning) mín var flutt yfir á korkinn þá ætla ég að segja sögu þessara snillinga.
Hljómsveitinn var stofnuð 1988 í Blackwood sem er smábær í Suður Wales. Stofnendurnir voru Nicky Wire (Bassi), Sean Moore (trommur), James Dean Beeadfield (Gítar, söngur) og Richey James Edwards (gítar). Hljómsveitin gekk fyrst undir nöfnunum Betty Blue og Blue Generation en fékk nafnið sem þeir bera í dag. þegar útigangsmaður kallaði á eftir James Dean “hey here comes the manic street preacher”
Fyrsta smáskífa þeirra kom 1989 og hét Suicide Alley. sem var hratt soft punk lag, svona mitt á milli þess sem strokes eru að gera og þess sem sex pistols gerðu. sem sagt meira punk en strokes en ekki eins mikið og sex pistols. lagið er að mínu mati mjög gott og það eru örugglega ekki allar hljómsveitir sem hafa byrjað á svona góðu lagi. Mesta athygli vakti þó að coverið utanum smáskífuna líktist mjög coveri utan af einni af Clash skífunum, en coverið á suicide alley var hannað af Richey. 1990 fóru þeir í 40 mínútna langan stúdíotíma og tóku upp stuttskífuna New Art Riot. Stuttu seinna sama ár tóku þeir upp aðra smáskífu UK Channel Boredom. Þessi fyrstu verk sín fjármögnuðu þeir eingöngu sjálfir sem og næstu smáskífu sem er hið klassíska og magnaða lag Motown Junk sem er eitt af mínum uppáhalds manic's lögum en það lag er einmitt á nýju safnplötunni. (lagið finnst mér þó betra live þar sem þeir skeyta nokkrum laga stúfum fyrir framan það oftast, My baby love ??? með Diönu Ross (james dean heldur mikið upp á hana) og intoinu í sweet home alabama. þeir hafa líka skeytt sweet child o'mine riffinu við) hvað með það, lagið fór ekki nógu vel í breta þar sem ein línan í laginu er “I laughed when Lennon got shoot”.
Sama ár var svo gefin út önnur smáskífa You Love Us sem er hreint út sagt frábært lag og kom síðar út á fyrstu breiðskífunni þeirra. (tékkið sérstaklega á gítarsólóinu í endan á laginu, svona slash style solo)
Hún náði aðeins 65. sæti á enska listanum sem er frekar lágt miðað við hvers lags gæðalag þetta er. En þrátt fyrir vonbrigðin með lagið varð það nú samt þannig að árið 1991 var eitt það merkilegasta ár í sögu Manic’s og ef ekki rokksins á 10.áratugnum allavegana í Bretlandi. Eftir tónleika í Norwich skar Richey Edwards nefnilega út í handlegginn á sér “4Real” þegar sjálft útvarpsgoðið Steve Lemaq spurði hann hvort að þeir (Manic’s) væru nokkuð í alvöru svona harðir í afstöðu sinni til ýmisa hluta. Hann brást við með fyrr greindum hætti og sagði “Belive me we are for Real”. Honum var keyrt í snarhasti á sjúkrahús, en fyrst var þó tekin mynd ag herlegheitunum, sem prýddu stuttu seinna Forsíðu NME (minnir að það hafi verið forsíðu), en Steve Lemaq vann á þeim tíma á NME. Annars voru saumuð 17 spor í handleggin á Richey og vakti þetta mál mikla athygli í Bretlandi. Stuttu seinna voru þeir síðan komnir á útgáfusamning hjá Sony og fyrsta breiðskífan GENERATION TERRORIST kom út 10.febrúar 1992 undir merkjum epic sem er dóttur fyrirtæki Sony. Platan fór hæst í 13.sæti og innihélt 18 lög sem eru ( lög sem eru hlustunarinnar virði eru feitletruð en þau sem eru að slakari eru skáletruð þau sem eru svo bara í meðallagi eru venjuleg): Slash ‘n’ Burn, Natwest-Barclays-Midlands-Lloyds, Born To End, Motorcycle Emptines, You Love Us, Love's Sweet Exile, Little Baby Nothing(Tracy Lords syngur með þeim í þessu lagi), Repeat (Stars & Stripes), Tennessee, Another Invented Disease, Stay Beautiful, So Dead, Repeat (UK), Spectators of Suicide. Damn Dog, Crucifix Kiss, Methadone Pretty, Condemned to Rock ‘n’ Roll. Það voru sem sagt 18 lög á þessum diski og 6 smáskífur voru gefnar út og eru það: Stay Beautiful (40.sæti), Love Sweet Exile (26.sæti), You Love Us (16.sæti), Slash ‘n’ Burn (20.sæti), Motorcycle Emptiness (20.sæti) og Little Baby Nothing (29.sæti). Þeir slógu nú ekki í gegn með þessari plötu en vöktu engu að síður athygli bæði fyrir klæðaburð og ótrúlegar yfirlýsingar og náttúrulega plötuna líka. Dæmi um yfirlýsingagleði þeirra er til dæmis það að þeir sögðust bara ætla að gera eina plötu selja hana í hærri sölutölum en Appetide For Destruction og hætta svo, þeir sögðust líka aldrei ætla að semja “love song” þeir yrðu dauðir áður en þeir þyrftu að gera svoleiðis vitleysu. Þetta fyrra brutu þeir að sjálfsögðu ( sem betur fer) en þeir hafa nú haldið seinna loforðinu, ef að það má kalla það því nafni. Þið megið samt ekki halda að þeir hafi verið að einhverju leyti á móti Guns ‘N’ Roses þvert á móti þeir eru miklir aðdáendur Guns ‘N’ Roses og þá sérstaklega Appetide for destruction. Í Nóvember sama ár komu þeir síðan fyrsta laginu á topp 10, það var lagið Suicide Is Painless úr Mash þáttunum. Þeir gáfu síðan út breiðskífu númer 2 frá sér 1993 og heitir hún Gold Agianst The Soul. Hún náði 8.sæti en hlaut samt misjafna dóma hjá gagnrýnendum. Lög: Sleepflower, From Despair To Where(25.sæti), La Tristesse Durrera(22.sæti), Yourself, Life Becoming A Landslide(36.sæti), Drug Drug Druggy, Roses In The Hospital(15.sæti), Nostalgic Pushead, Symphony Of Tourette, Gold Against The Soul. Þessi plata var allt öðruvísi en sú fyrri, í staðinn fyrir hrátt hljóðið var meiri útvarpsfíllingur enda eyddu þeir stórfé í upptökur, svo heldu þeir í mikla tónleikaferð þar sem þeir ferðuðust víðsvegar um Evrópu og Austur til Asíu. Heilsu Richey var farið hraka en á þessum tíma þjáðist hann af Anorexíu, þunglyndi, sjálfspíningarkvöt og var ofan á allt saman alkohólisti. Um jólin 1993 dó svo Phillip Hall umboðsmaðurinn þeirra úr krabbameini.
Árið 1994 tóku Manic’s meðlimir síðan upp mestu snilld sína The Holy Bible. Það heyrist reyndar frekar lítið til Richey á þessari plötu en hann var á sjúkrahúsi á sama tíma og aðrir meðlimir voru að taka upp plötuna. Hann átti þó ennþá allt af textunum. Platan var tekinn upp í ódýru stúdíói og var mun þyngri en hinar plötur þeirra til þessa. Platan kom svo út í Ágúst 94 og komst í 6.sæti og var með þessi lög innanborðs: Yes, Ifwhiteamericatoldthetruthforonedayit'sworldwouldfalla part, Of Walking Abortion, She Is Suffering(25.sæti), Archives Of Pain, Revol(22.sæti), 4st 7lb, Mausoleum, Faster(16.sæti), This Is Yesterday, Die In the Summertime, The Intense Humming of Evil, P.C.P.(16.sæti)frægðarsól þeirra reis nú hærra og hærra með hverjum deginum. Árið var svo toppað með tónleikum á Astoria í London þar sem þeir lögðu sviðið í rúst eftir tónleikana. Þetta voru síðustu tónleikar Richey.
Hann hvarf 1.Febrúar 1995 og hefur ekkert spurts til hans síðar, það er almennt talið að hann hafi framið sjálfsmorð einkum og sér í lagi vegna þess að bíllinn hans fannst hjá Severn Bridge í Wales sem er víst mjög vinsæl hjá sjálfsmorðsfólki. Það hefur hins vegar aldrei verið neitt sannað í þeim efnum og 1.febrúar í ár voru einmitt liðin 7 ár frá hvarfi Richey sem þýðir að samkvæmt breskum lögum er hægt að telja hann látinn. Það var hins vegar ekki gert og hafa aðstandendur Richey þ.e. Manic’s meðlimir og fjölskylda enn trú á því að hann sé á lífi. Í júní 1995 tóku Sean.James og Nicky síðan þá ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við fjölskyldu Richey að halda áfram sem tríó. Um mitt ár 1996 kom svo út platan Everything Must Go, og með henni slógu þeir endanlega í gegn og sönnuðu að þeir væri eitt stærsta bandið í bretlandi. Gefnar voru út 4 smáskífur sem allar komust á topp 10, platan komst í 2.sæti Þeir unnu síðan brit verðlaunin sama ár fyrir bestu plötuna og sem besta hljómsveitin. Annars var platan svona skipuð: Elvis Impersonator: Blackpool Pier, A Design For life(2.sæti), Kevin Carter(9.sæti), Enola/Alone, Everything Must Go(5.sæti), Small Black Flowers That Grow in The Sky, The Girl Who Wanted To Be God, Removables, Australia(7.sæti), Interiors (Song for Willem De Kooning), Further Away, No Surface All Feeling.
1998 kom svo This is my truth tell me yours út og var hún mikið rólegri en fyrri plöturnar þeirra og mun útvarpsvænari sem skilaði því að hún rokseldist og var í marga mánuði á topp 10 listanum. Hún fór að sjálfsögðu í fyrsta sæti og var þar í nokkurn tíma. Hinar þær þrjár fyrstu urðu líka vinsælar og fóru að seljast aftur en Everything Must Go var að sjálfsögðu vel þekkt.Lögin: The Everlasting (11.sæti), If You Tolerate This Your Children Will Be Next (1.sæti), You Stole The Sun From My Heart (5.sæti), Ready For Drowning, Tsunami (9.sæti), My Little Empire, I'm Not Working, You're Tender And You're Tired, Born A Girl, Be Natural, Black Dog On My Shoulder, Nobody loved You, S.Y.M.M. Platan sópaði til sín verðlaunum, britverðlaunum, Q verðlaunum og NME verðlaunum og Manics sjálfir sem besta bandið fengu þeir ekki færri verðlaun. Þeir spiluðu alls á 95 tónleikum 1998-1999 hvaðanæfa í heiminum, Danmörk, Noregur, Svíþjóð,Belgíu, Þýskalandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu, Hollandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Finnlandi, Japan, Sviss, Írlandi, Kanada og meira að segja í Bandaríkjunum en þar hafa þeir ekki beinlínis verið í náðinni, t.d. hefur enginn fengist til að gefa út diskanna út í USA, einfaldlega vegna þess að margir textar Manic’s eru um bandaríkin og ekki á góðan veg. Þeir tóku sér frí í 3 mánuði 1999 en enduðu árið og öldina með risatónleikum í Cardiff “the mellienium show” fyrir faman 60.000 manns.
Árið 2000 kom síðan út smáskífan The Masses Against The Classes og fór hún strax í 1.sætið án lítillar sem engrar kynningar. Afgangurinn af árinu fór síðan í hvíld og í það að taka upp nýtt efni. Það kom síðan út 19.mars 2001 og heitir hún Know Your Enemy. Hún fór beint upp í 2.sætið. Know Your Enemy er mun hrárri en This is my Truth Tell me Yours og því ekki eins söluvænleg. Þetta gerðu þeir að hluta til til þess að ná aftur í gamla og sanna aðdáendur sem margir voru enn svekktir út í þá eftir This is my truth.. Lögin á þessari plötu eru: Found That Soul(9.sæti), Ocean Spray(15.sæti), Intravenous Agnostic, So Why So Sad(8.sæti), Let Robeson Sing(19.sæti), Year Of Purification, Wattsville Blues, Miss Europa Disco Dancer, Dead Martyrs, His Last Painting, My Guernica, The Convalescent, Royal Correspondant, Epicentre, Baby Elian, Freedom Of Speech Won't Feed My ChildrenÚtgáfutónleikarnir voru haldnir á Kúbu og eru þeir eina vestræna rokkbandið eða bara band yfirleitt sem hafa spilað á Kúbu síðan Castro náði völdum. (það er svo langt síðan að rokkið var ekki til þá). Castro sjálfur mætti til að hlýða á snilldina og sagði eftir tónleikana að þeir hefðu verið Louder than war sem seinna var notað sem titill á DVD myndbandi af tónleikunum. Plötunni var svo sem ekki fylgt mikið eftir en Manic’s náðu samt að krækja sér í að minnsta kosti ein Q verðlaun sem besta Live Act hljómsveitin.
Í október á þessu ári kom síðan út safndiskurinn Forever Delayed sem inniheldur 18 gömul lög og 2 ný þau , There By The Grace Of God og Door To The River (sem hefur verið líkt við Sigurrós). Annars inniheldur safnplatan þessi lög: A Design For Life, Motorcycle Emptiness, If You Tolerate This Your Children Will Be Next, La Tristesse Durera (Scream To A Sigh), There By The Grace Of God(6.sæti), You Love Us, Australia, You Stole The Sun From My Heart, Kevin Carter, Tsunami, TheMasses Against The Classes, From Despair To Where, Door To The River, Everything Must Go, Faster, Little Baby Nothing, Theme From M*A*S*H (Suicide Is Painless), So Why So Sad, The Everlasting, Motown Junk. Platan náði 8.sæti þegar hún kom út og er einhverstaðar á topp 20 ef ég man rétt. Í október sagði James Dean svo í viðtali að þeir ætluðu að minnsta kosti að gera eina plötu enn og langaði þeim til að gera hana í stíl við Nebraska plötu Bruce Springsteens. Sem eru mjög góðar fréttir fyrir alla sem elska tónlist. Af þessari smá ævisögu Manic Street Preachers má sjá að þar er stórmerkileg hljómsveit á ferðinni sem ætti í raunninni að vera búið að flytja inn fyrir löngu síðan. Því vil ég skora á Þorstein Kragh eða einhvern svona íslenskan tónleikahaldara að taka sig nú til og flytja þá inn. Manic’s eru nefnilega frábærir live og eru þekktir fyrir góða tónleika, brotna gítara, bassa og jafnvel svið. En samt haldast gæði tónlistarinnar alltaf góð. Njótið vel og lengi