Chris, sem er elstur, kemur af verkalýðs fjölskyldu og byrjaði að spila á gítar þegar hann var ungur og rétt eftir það byrjaði hann að færa gítarhljóma á píanóið hjá ömmu sinni. Á þessum tíma var Chris ákveðinn að flytja boðskapinn í lögum Tom Waits til annars fólks.
Jon var á hinn bógin meira fyrir hraðan gítarleik Jimi Hendrix og Stevie Ray Vaughan. En hann heillaðist algjörlega af Nowhere plötunni með Ride sem bróðir hans spilaði í tíma og ótíma. Hann spurði bróður sinn hvernig Andy fengi þetta sánd, svarið var einfallt: “Delay pedals”. Eins og sjá má í effectastæðum hans
heldur hann sig við Ride, því þar má sjá fjóra delay effecta.
Guy var, annað en vinir hans, mikið meira fyrir funk heldur en indie-rokk. Hans uppáhalds hljómsveitir/tónlistarmenn eru James Brown og Kool and the Gang.
Will er fljölhæfari enn margir halda. Hans plan var ekki að vera trommari hjá Coldplay en þeim vantaði trommara. Will spilaði á gítar, bassa og tin flautu. Hann var ráðinn trommari þar sem allir í bandinu voru betri en hann á hin hljóðfærin. Hann er mest fyrir írska sveita-tónlist.
Coldplay brutus fram á sjónarsvið á tónlistarhátíð fyrir hljómsveitir sem ekki voru á samning. Stuttu eftir þá tónleika gáfu þeir ú kynningar plötu sem ber nafnið The Safety EP og ári eftir kom út Brothers and Sisters EP, báðar gefnar út af Fierce Panda. Í apríl 1999, skrifuðu síðan undir samning við EMI
og gáfu brátt út plötuna The Blue Room EP.
Fullrarlengdar frumraunin leit svo dagsin ljós í nóvember mánuði ársins 2000.Vakti hún gífurlega athygli og meðal annars var hún tilnefn til Mercury verðlaunanna og lagið Yellow var valið sem þema lag fyrir útvarpsþátt í UK. Coldplay-liðar gerðu það en gott árið 2001 þegar þeir tóku við þremur Brit-verðlaunum.
Það haust fóru þeir félagar aftur inn í stúdíó til að taka upp sína næstu plötu.A Rush of Blood to the Head kom svo út í ágúst 2002. Var hún meðal annars tilnefnd til MTV verðlauna.
Coldplay liðar koma svo aftur til Íslands 19.desember og hvet ég ykkur sem en hafið ekki fengið ykkur miða að ná ykkur í , ef einhverjir miðar eru eftir.
Helstu verk:
Safety [ep] - 1998
Brother and Sisters [ep] - 1999
Blue Room [ep] - 1999
Parachutes - 2000
A Rush of Blood to the Head - 2002
- garsil