Þeim félögum gekk illa að finna plötusamning til þess að gefa út breiðskífu þeirra My Own Prison út, þeir reyndu að leita sér að plötusamningi en ekkert gekk, þá tóku þeir til sinna ráða og stofnuðu sitt eigið litla útgáfufyrirtæki sem bar nafnið Blue Collar Release, þeir gáfu My Own Prison aðeins út í 6000 eintökum, en það virtist nægja að gefa út 6000 eintök svo að stærri útgáfufyrirtæki færu að líta til þeirra því að þeir gerðu samning við Wind-Up útgáfuna og þá var My Own Prison gefin út í ágúst árið 1997 víðs vegar um heiminn. Creed meðlimirnir hlutu mörg verðlaun fyrir plötuna sína, t.a.m. voru þeir fyrsta hljómsveitin sem áttu 4. lög á toppi Billboard listans ( My Own Prison, Torn, Whats This Life For og One ) eftir að hafa gefið út fyrstu breiðskífu sína. Í dag hefur MOP selst í yfir 6 milljónum eintaka og nýtur hún enn gífurlegra vinsælda.
Önnur platan þeirra bar nafnið Human Clay og var gefinn út þann 28. september árið 1999, þeir áttu 3 lög af þeirri plötu sem sat á toppi Billboard listans, ( Higher, What If og With Arms Wide Open ). Human Clay hefur selst í yfir 13 milljónum eintaka um allan heim og kom hún Creed mönnum á kortið sem einni af vinsælustu hljómsveit heimsins og var Creed tilnefn af Billboard sem “Rock artist of the year” árin 1999 og 2000.
Þriðja breiðskífa Creed bar nafnið Weathered, hún kom út 20. nóvember árið 2001. Weathered sló hún það met að sitja á toppi Billboard sölulistans 8 vikur samfleytt og hefur engum tekist það áður. Þeir gáfu út lagið My Sacrifice sem naut gífurlegra vinsælda í útvarpi um allan heiminn. Einnig naut Bullets og One Last Breath mikillra vinsælda á vinsældalitum víðs vegar um Bandaríkin og í Evrópu.
Svo gerðist það seinna að Brian Marshall hætti í hljómsveitinni eftir að platan Human Clay kom út eftir að hafa sagt það að honum fyndist Pearl Jam leiðinleg hljómsveit. Hinir meðlimir hljómsveiarinnar tóku ekki vel í þessi orð þar sem Pearl Jam og Creed eru miklar vinahljómsveitir og eru góðir kunningjar. Brian Marshall ákvað því að hætta og stofnað nýja hljómsveit sem ber nafnið Gran Luxxx, hún er sögð spila mjög líka tónlist og Creed en því miður hef ég aldrei heyrt í henni. Í dag hefur enn ekki nýr bassaleikari komið til liðs við Creed og það var Mark Tremonti sem spilaði á bassa þegar þeir tóku Weathered upp. En þeir eru með bassaleikara sem er að túra með Creed og heitir hann Brett Hestla og vonast Creed meðlimir að hann byrji með Creed en hann þarf áður að sinna ýmsum málum með núverandi hljómsveit sinni fyrst.
Creed hefur lengi haft þann stimpil á sér að vera kristileg hljómsveit, meðlimir Creed hafa oft gefið það í skyn að þeir eru ekki kristileg hljómsveit þó að þeir trúi allir á Guð en láti trúna ekki hafa áhrif á tónlistina sína. Aðalástæðan fyrir því að fólk heldur að þeir séu kristilegir er væntanlega sú að þegar þeir skrifuðu textanna við My Own Prison plötuna leituðu þeir mikið til Guðs, þeir áttu í miklum erfiðleikum með lífið og höfðu lent í þeim leiðinlega atburði að hafa misst 2 vini sína sem frömdu sjálfsmorð. Það er minnst frá þeim atburði í laginu What´s This Life For. Scott Stapp segir samt það að þegar þeir noti orðinn “God Damn” í laginu Whats This Life For sé það ekki gert til að bölva Guði, heldur því þeim leið illa eftir ða hafa misst vinina sína. Þeir kenndu líka öllum öðrum um það sem illa færi í lífinu heldur en sjálfum sér, um það fjallar einmitt lagið My Own Prison þar sem Scott Stapp segist vera lokaður inni í sínu eigin fangelsi. En í dag líður þeim öllum betur, Scott Stapp er orðinn faðir, og heitir sonur Jagger Stapp og er lagið With Arms Wide Open tileinkað honum og þeim ábyrgðum sem tengjast því að eignast barn.
En nóg um trúarbrögðu þeirra Creed manna, helstu áhrifavaldar Creed manna eru Doors, Tool, Slayer, Led Zeppelin, Lynyrd Skynyrd, Eagles, Garth Brooks, U2, Otis Redding, Bad Company og Beatles svo eitthvað sé nefnt. En meðlimir Creed hafa oft tekið lagið með Robbie Krieger, fyrrverandi liðsmanni Doors og gerðu þeir lögin Riders In The Storm og Road House Blues saman.
Creed hefur skapað sér gott orðspor hvað varðar sviðsframkomu og er enginn sem fer á Creed tónleika vonsvikinn, en tónleikarnir eru bæði kröftugir og tilfinningaþrungnir. Á öllum tónleikum þeirra hefur verið uppselt. Á síðastliðnum 4 árum hefur hljjómsveitin spilað fyrir framan 4 milljónir aðdáenda á fjölmörgum tónleikum. Hvar sem Creed kom áttu þeir aðdáendur og aðdáendurnir voru alltaf að segja Creed meðlimunum hversu mikið einhver ákveðin lög þýddu fyrir þau og hversu miklu máli þau skiptu fyrir áhorfendur, þetta gladdi að sjálfsögðu meðlimi Creed og þeim fannst alltaf gaman að heyra svona sögur um það er fólk þarna úti notar lögin þeirra sem ákveðið tilfinningalegt gildi lýsir Scott Stapp. Scott Phillips bætti þvi við að velgengni þeirra er bara áðdáendum þeirra að þakka og að þeir séu það mikilvægasta í augum hljómsveitar. Við þrír ( Mark, Scott og Scott ) eru þakklátir með þann stóra og góða hóp aðdáenda sem þeir hafa og segir hann Scott Phillips ennfremur að það sé ótrúlegt að þegar hann situr bakvið trommusettið og horfir í áhorfendaskarann hversu mikil ástríða og tilfinningar frá áhorfendum hann sér.
Creed hefur verið mín uppáhaldshljómsveit núna í tæp 4 ár, og eru allir meðlimir hljómsveitarinnar í mikli uppáhaldi hjá mér lengi og verður það enn. Allir meðlimirnir eru líka frábærir á sínum sviðum. Til að mynda hefur Mark Tremonti verið valinn “Guitarist of the world” af Guitar Magazine.
Svo er aldrei að vita nema að Creed stoppi á íslandi í Evróputúrnum sem verður farinn á næsta ári, allavega er stefnan hjá mér sett á það að fara á Creed tónleika mjög bráðlega því að ég hef verið að lesa umfjallanir um tónleikana þeirra sem skrifaðir eru af tónleikagestum og maður byrjar að slefa. Þá er umsögn minni um Creed lokið og ég ætla að biðja ykkur að vera ekki með skítkast eins og þið gerið nánast alltaf þegar minnst er á Creed því þið verðið að sætta ykkur við það að fólk er með mismunandi tónlistarsmekk alveg eins og fólk er með mismunandi fingraför. Svo þakka ég bara ykkur fyrir að hafa nennt að lesa þetta ef það var virkilega einhver :-) En hér fyrir neðan er listi yfir allt sem Creed hefur gefið út á ferli þeirra:
Breiðskífur:
Weathered – nóvember 2001
Human Clay – september 1999
My Own Prison – ágúst 1997
Singlar:
“Don´t Stop Dancing” - október 2002
“One Last Breath” - júní 2002
“Bullets” - febrúar 2002
“My Sacrifice” - október 2001
“Are You Ready?” - ágúst 2000
“With Arms Wide Open” - apríl 2000
“What If” - janúar 2000
“Higher” - ágúst 1999
“One” - desember 1998
“What's This Life For” - maí 1998
“Torn” - janúar 1998
“My Own Prison” - ágúst 1997
Kvikmyndatónlist:
“Bound & Tied” (úr myndinni Dead Man On Campus)
ágúst 1998 “I’m Eighteen” (úr myndinni The Faculty)
desember 1998 “Wrong Way” (úr myndinni End of Days)
nóvember 1999 “Is This The End” (úr myndinni Scream3)
Þess má geta að lagið What If er titilag myndarinnar Scream 2, og Higer er að finna í myndinni Titan A.E.
Annað:
“My Own Prison” (órafmögnuð útgáfa)
nóvember 1998 (frá WBCN “98 Naked CD”) “Roadhouse Blues”
febrúar 2000 (af Woodstock Vol. 1 - The Red Album disknum) “Riders On The Storm”
nóvember 2000 (from Stoned Immaculate: The Music Of The Doors)
Heimildir tók ég af heimasíðu <a href="http://www.creed.com/"> Creed </a
__________________________