Lagið Bohemian Rhapsody sem hljómsveitin Queen sendi frá sér árið 1975 hefur verið valið besta dægurlag síðustu hálfu aldar í könnun sem gerð var á Netinu í Bretlandi á vegum fyrirtækis sem sér um bresku vinsældarlistana. Í næstu sætum voru lögin Imagine með John Lennon, Hey Jude með Bítlunum, Bridge over Troubled Water með Simon og Garfunkel og My Sweet Lord með George Harrison.
Alls tóku 190 þúsund manns þátt í könnuninni. Tvö efstu lögin eru þau sömu og í könnun sem Heimsmetabók Guinness birti fyrr á þessu ári.
Bohemian Rhapsody tekur sex mínútur í flutningi. Lagið komst fyrst í efsta sæti vinsældarlista árið 1975 og síðan aftur árið 1991 þegar það var gefið út á ný til að afla fjár til góðgerðastarfsemi í kjölfar dauða söngvarans Freddie Mercurys. Er þetta eina lagið sem komist hefur óbreytt tvívegis í efsta sæti breska vinsældarlistans. Alls var lagið í 14 vikur í efsta sætinu.
Bítlarnir eiga 14 lög af þeim 100 sem talin eru best samkvæmt könnuninni en sænska hljómsveitin Abba á fimm lög. Flest eru lögin frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum og aðeins þrjú lög eru frá síðasta áratug: Can't Get You Out Of My Head með Kyle Minogue, Don't Look Back In Anger með Oasis og Beautiful Day með U2.
http://mbl.is/mm/frettir/show_framed_news?cid=10 0&nid=1002108
Ef listinn er skoðaður í heild eru Queen einnig í 10. sæti með Under Pressure og í því 36. með Innuendo.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _