Eilífur samanburður!!!
Eitt sem ég skil ekki er þessi eilífi samanburður á íslenskum böndum. Þá að það sérstaklega við um hljómsveitina Noise! Alltaf þegar það er verið að skrifa um einhverja hljómsveit þá koma einhverjir ónanfngreindir einstaklingar og segja:NOise eru miklu betri en þessir… Þetta þoli ég ekki! T.d. var verið að tala um diskinn frá Coral og verið að hrósa þeim fyrir hann! Þá, eins og svo oft áður kom einhver snillingur og byrjaði að tala um hvað Noise væru miklu betri í þessu og hinu! Persónluega finnst mér Noise vera frábær hljómsveit sem er búin að skapa sér sinn eigin stíl. Sá þá á Vídalín um daginn og skemmti mér vel. Þeir eru allir geðveikir hljóðfæraleikarar og mér brá hvað bassaleikurinn er orðinn geðveikur og söngurinn mikælu betri. Mer finnst Coral einnig góð hljómsveit. Rauðhærði gítarleikarinn er mjög góður og söngurinn framúrskarandi og bara yfir höfuð mjög gott band! Þið sem eruð alltaf að dissa aðrar hljómsvveitir en Noise vinsamlega hættið því, því að þetta er ekkert nema hallærislegt! 'Eg dýrka NOise en fullt af öðrum hljómsveitum líka og þarf ekki alltaf að vera að blanda þeim inn í allar umræður!