Rými?
Ég var um daginn í skífunni og spurði afgreiðslumanninnn hvort að eitthvað gott íslenskt rokk hefði ekki komið út á þessu ári. Hann bendir mér á bönd eins og Singapore Sling og Fídel. Ég hafði auðvitað heyrt um þessi bönd sem að voru ekki alveg að mínum smekk. Svo að hann benti mér á eina aðra plötu með strákum úr Keflavík að nafni Rými,ekki þótti mér það mjög spennandi að heyra þar sem að ég hef voða lítið gott heyrt frá Keflavík, þ.e er ef frátaldir eru Hljómarnir. En ég ákvað að gefa þeim séns og viti menn þessi plata kemur nett á óvart. Ég á mjög erfitt með að líkja þeim við eitthvað annað. Þeir hafa þróað með sér mjög sérstakan stíl og hljóð. Það eru mjög skemmtilegar pælingar á þessari plötu og þykir mér skrítið að hafa ekkert heyrt um þetta band áður þar sem að þessi plata kom út nú í maí.Og samt hlusta ég mjög mikið á Rás 2 og spila þeir yfirleitt allt það sem kemur út af íslensku efni. Tónlistin er mjög kraftmikil á plötunni og get ég ímyndað mér að hún sé það einnig á tónleikum,hefur einhver þarna úti séð þetta band á tónleikum?eru þeir að fara að spila á tónleikum á næstunni?Af hverju hafði ég aldrei heyrt um þetta band áður??allavega mæli ég eindregið með þessari plötu sem að heitir Unity,for the first time.