Áður en Pearl Jam varð til, var hljómsveitin Mother Love Bone. Framtíðarmeðlimir í Pearl Jam, Stone Gossard (gítarleikari) ásamt Jeff Ament (bassaleikari) voru mennirnir á bakvið hljómsveitina sem kemur frá höfuðborg grungesins, Seattle, ásamt söngvaranum heitna Andrew Wood.
Bæði Gossard og Ament höfðu áður spilað saman í seattle bílskúrsbandinu Green River, en þegar það band lagði upp laupana ákváðu þeir að sitja ekki lengi aðgerðarlausir. Þeir ákvaðu að setja á stokk band sem svipaði til hljómsveitanna sem höfðu mótað æsku þeirra. Þar má nefna bönd á borð við Kiss, Aerosmith, Led Zeppelin, Queen o.fl. Þeir fengu trommuleikaran Greg Gilmore í lið með sér ásamt öðrum gítarleikara, Bruce Fairweather, ásamt því sem að Andrew Wood sá um sönginn.
Hljómsveitin olli ansi miklu fjaðrafoki þegar þeir samningsbundu sig við hljómplötufyrirtækið Polygram stuttu eftir að hljómsveitin hafði verið stofnuð. Í kjölfarið féngu þeir sitt eigið útgáfufyrirtæki, Stardog, sem leiddi til sex laga ep plötu þeirra, Shine, árið 1989. Það ár var notað til að túra ásamt því að semja efni á fyrstu alvöru plötu þeirra. Það voru gerðar miklar kröfur til þeirra og eftirvæntingin eftir fyrstu plötunni var gríðarleg. Wood sá að til mikils var vænst af honum. Honum langaði að sjálfsögðu að vera í sínu besta formi á disknum svo að hann ákvað að skella sér í meðferð vegna heróín fíknar sinnar. En þann örlagaríkadag, 16 mars 1990, fannst hann meðvitundarlaus í rúminu sínu, eftir að hafa óverdózað á heróíni. Þrátt fyrir endurteknar tilraunir til að ná honum aftur til meðvitundar, var hann úrskurðaður látinn þremur dögum seinna. Hljómsveitin lagði upp laupana í kjölfarið af þessu, en platan Apple var gefin út nokkrum mánuðum síðar, um haustið ´90.
Gossard og Ament ákvaðu þó ekki að gefast alveg upp á tónlistinni og fengu með sér í lið Soundgarden meðlimina Matt Cameron og Chris Cornell (gamlan vin og herbergisfélaga Woods) til að taka upp nokkur lög sem að Cornell samdi um látna vin sinn. Upptökurnar tóku óvænta stefnu og áður en nokkur vissi af voru þeir komnir með efni á heila plötu. Platan var gefin út 1991 undir nafninu Temple of the dog (frasi úr texta eftir Woods). Einnig hjálpuðu tveir aðilar sem að höfðu verið spilafélagar Gossards og Ament, þeir Mike McCready og söngvarinn Eddie Vedder. Þessir fjórir meðlimmir voru síðan undirstaðan að nýrri hljómsveit, Pearl Jam. Í kjölfarið á griðarlegum vinsældum Pearl Jam og Soundgarden, slóg Temple of dog í gegn, tveimur árum eftir útgáfu hennar, ásamt því að Mother love bone eignaðist nýja aðdáendur. Polygram ákvaðu því að endurútgefa Shine og Apple undir plötunafninu Mother love bone, ásamt videupptökum. Í framhaldi af því var lagið “Chloe Dancer / Crown of thorns” gefið út á soundtrackinu fyrir myndina Singles sama ár.
Endilega tjékkið á þessari hljómsveit….