Jimi Hendrix :) Hin goðsagnakennda súperstjarna Jimi Hendrix er viðurkenndur sem byltingarmaður rokktónlistarinnar, hann náði gjörsamlega að breyta andliti rokksins með sínum sérstaka, frábæra og ólýsanlega gítarleik.

Pabbi hans gaf honum kassagítar þegar hann var ellefu ára gamall og hann spilaði á hann öllum stundum. Eftir nokkra mánuði fékk hann sér þó rafmagnsgítar og vakti athygli þegar hann byrjaði að spila með nokkrum unglingarokksveitum úr hverfinu.

Árið 1964, eftir 14 mánaða veru í hernum fékk hann tækifæri að fá að hita upp fyrir tónlistarmenn eins og Chuck Jacksson, Little Richard, Wilson Pickett, Ike&Tina, Joey Dee og The Isley brothers. Hann ferðaðist svo með The Isleys til New York til þess að spila inn á plötu með þeim.

Hann varð eftir í NY og stofnaði þar sína eigin hljómsveit, Jimmy James And The Blue Flames. Hljómsveitin var dugleg að koma fram og spilaði meðal annars á tónleikakvöldum sem kölluð voru The Greenwich Village club. Á einu slíku kvöldi kom Chas Chandler (fyrrverandi bassaleikari the animals) auga á þá, hann var þá umboðsmaður og pródúser. Hann gaf sig á tal við Hendrix og þeir hófu svo að starfa saman eftir það.

Í september 1966 fóru þeir Chandler og Hendrix til Englands í þeirri von að finna tónlistarmenn í nýju hljómsveitina The Experience. Þeir Noel Redding bassaleikari og Mitch Mitchell trommuleikari urðu fyrir valinu og þeir byrjuðu á því að taka upp lagið “Hey Joe” og seldu það svo til Polydor records. Eftir að hafa komið fram í breska sjónvarpsþættinum “Ready steady go” varð lagið mjög vinsælt í Bretlandi. Þeirra næsta lag, “Purple Haze” var á Kit Lambort´s track label og þá var ekki aftur snúið.

Sumarið 1967 komu þeir fram ásamt Janis Joplin og Otis Redding, á hinu sögufræga og eftirminnilega Montery Pop festivali og hafði sú hátíð mikil áhrif á rokkið. Á þessu festivali náði Jimi Hendrix að skapa sér vinsældir í Bandaríkjunum og plöturnar hans “Are you experienced,” “Axis: Bold as Love” og “Electric Ladyland” seldust í mörg hundruð þúsunda tali.

Árið 1969 komu upp einhver vandamál innan hljómsveitarinnar og þá fannst Hendrix tími til þess að pakka saman og fara eitthvað annað, og hann gerði það. Hann stofnaði nýja hljómsveit ásamt gömlum vinum úr hernum. Nýja bandið varð auðvitað vinsælt enda mikill hæfileika maður þarna á ferð og plöturnar þeirra “Band of Gypises” og “Rainbow Bridge” urðu svokölluð “best seller”.
Síðasta plata þeirra “Isle of Wight” var tekin upp árið 1970 og tíu dögum seinna fór Jimi Hendrix vegna of stórs eiturlyfjaskammts.

Eftir dauða hans héldu plötufyrirtækin áfram að gefa út lög með honum og náðu 2 þeirra miklum vinsældum…








Það deyja allir!!! Það er ósanngjarnt, ég held að það hafi einhver seldt bæði Jimi Hendrix og Jansi Joplin eitthvað ógeðslega efni, því þau dóu bæði sama ár með mánaðar millibili eða eitthvað og á sama hátt! .. grunsamlegt finnst ykkur ekki?

Jæja endilega segið hvað ykkur finnst um Jimi Hendrix, leiðréttið mig því það er örugglega eitthvað vitlaust hjá mér og komið með ykkar eigin fróðleiksmola, semsagt eitthvað sem ég sagði ekki J