Í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi verður sjónvarpað beint frá erlendum raunveruleikaþætti og það þýðir að litli klakinn getur haft eitthvað um að segja um atkvæðagreiðsluna.
Það er líka í fyrsta sinn sem að Íslendingur tekur þátt í eitthverjum svon stórum þætti en það er Magni úr Á Móti Sól sem að fer fyrir Íslands (og Evrópu) hönd. Þátturinn verður eins og fyrri þáttaröðin, það er að segja 16 keppendur allir syngja, 3 neðstu syngja aftur og einn fer heim. Fyrsti þáttur verður allaveganna beint á miðvikudaginn kl 24:00 eða aðfaranótt fimmtudags 6/7 svo næsta dag kemur sennilega atkvæðagreiðslan og hver dettur út en ég er ekki alveg búinn að fá það á hreint.
En allaveganna allir að fylgjast með og koma Íslandi sem lengst ;)