Jæja hér er eitthvað fyrir boxáhugamenn/konur og alla. The Contender er að fara í gang með seríu 2 og er þetta með sam hætti og fyrri serían, 16 keppendur, 2 berjast í hverjum þætti og sá sem tapar fer heim og sá sem vinnur að lokum verður 1 milljón dollurum ríkari.
The Contender er úr smiðju Mark Burnett en það er enginn annar en maðurinn sem að kom raunveruleikasjónvarpinu af stað með þáttunum Survivor (reyndar mega þeir fara að hætta, komið full mikið af því góða), það verður sennirlega eitthvað annað í boði heldur en bara 1 milljón dollara en líkt og í survivor var verið að keppa um bíl og fleira og fleira.
Þættirnir byrja mánudaginn 24 júlí kl 21:30 á skjá einum.