Ég verð að segja að ég skil enganvegin allt þetta “umstang” í kringum Survivor þættina. Þegar fyrsta servía kom út fylgdist maður með þessu, en núna er þetta orðið heldur þreytt. þetta er hóður af fólki sem er meira og minna biturt út í allt og alla nema einhverja 3 félaga þeirra eða eitthvað þannig. Svo er nánast alltaf einn sem er svona egó týpan… Ég hreinlega skil ekki hvarnig fólk getur haldið út í heilar 5 seríur, og fylgst með þessu. Ég væri mjög þakklátur ef þið mynduð svara þessari grein, og segja mér hvað það er sem heldur ykkur við þetta… Í mínum augum er þetta samansafn af oftast mjög Vitskortnu fólki sem hegðar sér eins og einhverjir hálvitar fyrir framan allan heiminn. Ég varð tildæmis furðulostinn þegar ég sá að einn hafði komið með hjólabretti þangað.. ég sjálfur dýrka hjólabretti, og það er aðal áhugamálið mitt, en hver tekur með sér hjólabretti þegar hann er að fara að lifa á hrísgrjónum og vatni í allt að 30 daga… þeirri spurningu er auðsvarað: HÁLVITI! … en þetta er allt sem ég hef að segja, og eins og ég sagði hér fyrir ofan: Segið mér hvað það er sem er svona heillandi við þennan þátt!