Fylgjast með?
Ég er ekki að fylgjast með survivor út af því að þetta er orðið svo útteygt. Fyrsta serían, vá hvað það var spennandi, þetta var eitthvað nýtt sem maður hafði aldrei séð áður og maður hætti öllu til að fylgjast með en núna þá eru þessi fólk búin að sjá þættina, vita hvernig þetta gerist allt, vita hverju má búast við. Eru einhverjir að fylgjast eitthvað alvarlega með? Er þetta ekki bara sama vælið, ég skal vera með þér í bandalagi… nei annars þú ert leiðinlegur ég ætla að vera með öðrum í bandalagi… nei annars viltu byrja aftur bandalag við mig ég er svo viss um að þú kjósir mig. Ég veit að þetta voru vinsælir þættir en alltaf má ofgera. Takk…