Hæ hæ….

Jæja Survivor 3 að fara að klárast hérna á klakanum…

Upptökur á Survivor 4 loknar þann 19 desember. Frumsýndur þann 28. febrúar í bandaríkjunum. Nú er ekkert annað en að bíða eftir nýju seríunni. Survivor 4 mun vera í anda Survivor 1 en keppendur eru látnir dúsa í 39 daga á eyjunni Nuku Hiva sem tilheyrir Franska Polynesia eyjaklasanum, sama eyjaklasa og Tahiti tilheyrir. Survivor 4 átti upphaflega að vera tekinn upp í Jordan og heita Survivor-Arabia- en eftir atburðina 11. september þá var sú hugmynd snarlega hætt og Nuka Hiva valinn. Ættbálkarnir tveir í byrjun eru staðsettir í dölunum Hakaui og Hakatea sem eru á suðurströnd eyjunnar. Orðrómur er á kreyki að um þó nokkra breytingar séu í Survivor 4 sem eiga að koma á óvart, svipað og í Survivor 3 þegar þrír í hvoru liði skiptu um lið. Einnig eru þær leiðinlegu sögur um úrslitin sem best væri að forðast að bestu list. Athugið að úrslitin eru og verða ekki athuguð af Mark fyrr en í April, á meðan verða atkvæðaseðlarnir geymdir á öruggum stað svipað og í Survivor 2. Nú er bara að bíða og vona að Skjár einn fari að sýna seríuna fljótlega eftir að hún verður frumsýnd í bandaríkjunum.



Eitt enn að lokum. Hægt er að sækja um þáttöku í Survivor 5 á slóðinni www.cbs.com/primetime/survivor5. Þarf aðeins að vera bandarískur ríkisborgari. Orðrómur er á kreiki að Survivor 5 verði tekinn upp í Amazon frumskóginum.

– GÓÐA SKEMMTUN –