Finnst fáránlegt hvað þessu fer versnandi hér á landi. Fyrsta idolið var skítsæmilegt, einhver nýjung, samt ekki nýjung þar sem þetta var löngu byrjað úti. En Simmi og Jói stóðu sig bara þó nokkuð vel og fannst mér þeir alltaf skemmtilegir í þáttunum. Síðan kemur önnur Idol sería og hún er bara svona svipuð og sú fyrsta, hvorki mjög skemmtilegt né mjög leiðinlegt og síðan er komið X-Factor sem mér finnst ENGANN veginn vera að heppnast hér. Fáránlegur kynnir, fer fáránlega í mig, sem og Ellý.
Flestir keppendurnir geta varla sungið, þó eru þarna kannski 2-3 sem geta haldið tón. Dómararnir eru hver með sinn ‘hóp’ og þegar það á að dæma þá dæma dómararnir alltaf með sínu fólki, viss lógík í því en ég er engann veginn að fíla það, þeir eiga bara að segja keppendum hreint út hvort sem þau eru í þeirra hóp eður ei og einmitt þetta gerir X-Factor að mun ómarktækari þætti(en Idol). Idol skipulagið var skömminni skárra en þetta og sömuleiðis voru dómararnir það.
____________________________