Þú getur litið á þessar baunir á tvo vegu. Ef þú túlkar þetta á besta veg fyrir Clarence þá hefur Diane sagt að hún yrði að fá eitthvað að borða og hann hefur opnað dósina fyrir hana af því hann er svo góður gæi en fengið sér samt smá sjálfur eins og hann viðurkenndi. Ef þú túlkar þetta hins vegar á versta veg fyrir Clarence þá hefur hann séð sér leik á borði að opna dósina af því hann langaði í eitthvað en gæti afsakað sig með því að Diane væri svo veik ef það kæmist upp. Mér sýnist þetta frekar vera það seinna vegna þess að hann faldi dósina svo þetta kæmist síður upp og hann tók líka tvö kirsuber kvöldið áður sem sýnir að hann er gráðugur.