Jæja, 10. vikan af Supernova!
Racap!
Krakkarnir fimm sem eftir eru fengu loksins smá afslöppun eftir 2-3 erfiðar vikur og fíluðu sig vel. Við matarborðið tók Magni prakkarann í húsinu, Toby í gegn með því að troða köku framan í hann sem leiddi út í heljarinnar matarslag. Eftir það hoppuðu þau út í laugina og kæla sig.
Nú fengu krakkarnir það verkefni að semja texta við supernova lag og tókst þeim misvel upp. Storm Large fékk fína dóma hjá Gilby, sem og Toby en Lukas, Magni og Dilana fengu miður eins góðan hljóm frá honum. Honum fannst Lukas frekar latur með seinni hlutann á laginu, enda óklárað, lag Magna frekar slappt hvað textann varðaði og átti Magni ennþá eftir að gefa laginu nafn. Gilby fannst texti Dilönu frekar klisjukenndur og jafnvel fyrirsjáanlegur.
Svo er það lagavalið. Óvænt tromp kom upp á borðið og eiga allir að koma með eigið lag sem þau spila inná milli laga, sem krakkarnir tóku bara vel í. Í lagavalinu sjálfu rifust svo Dilana og Lukas um lagið Behind Blue Eyes þangað til Magni skar inn í leikinn og manaði Lukas til að taka Bon Jovi lag. Þannig að það lítur út fyrir að Magni taki eitthvað bítlalag núna :)
Á æfingu var Dilana svo að skíta á sig með lagið Behind Blue Eyes því hún hefur ekki heyrt allt lagið og hélt hún að þetta væri hálfgert country lag. Óhætt er að segja að bandið var í sjokki :D
Storm ætlar svo að koma með sinn eigin stíl en síðustu skiptin finnst henni ekki hafa verið hún sjálf, eins og þegar hún var í kjól um daginn. Sem sagt, hún ætlar að taka über-gelgjuna á þetta :D
Eftir að hafa horft á þetta recap sjálfur get ég ekki annað en sagt að ég held að Magni muni heldur betur þurfa á hjálp okkar í atkvæðagreiðslunni, meira en í síðustu viku. þannig að endilega vera dugleg að kjósa Magnarann í lokaþáttinn! ;)
En á öðrum nótum þá held ég að Dilana eigi eftir að skíta feitt upp á bak. Mér finnst hún ekki hafa náð sér ennþá eftir þessa hræðilegu niðurlægingu frammi fyrir alþjóð. Hún virkar ennþá á mig eins og hún sé með geðveika minnimáttarkomplexa.
Eins og staðan lítur fyrir núna þá sýnist mér að Toby eða Lukas hreppið hnossið. En allt getur breyst eftir komandi þátt. Sjáum til :)
Bætt við 5. september 2006 - 01:18
.
Lagalistinn
————-
Dilana :
Behind Blue Eyes (The Who)
Supersoul (original)
Magni :
Back in the U.S.S.R. (The Beatles)
When the Time Comes (original)
Storm :
Suffragette City (David Bowie)
Ladylike (original)
Lukas :
Livin� On a Prayer (Bon Jovi)
Headspin (original)
Toby :
Mr. Brightside (The Killers)
Throw It Away (original)
-axuz