Og Vodafone hefur lækkað verð á sms-skilaboðum í símakosningu Rockstar Supernova sjónvarpsþáttarins, þar sem Magni Ásgeirsson er einn þátttakenda. Þátturinn verður sýndur á Skjá einum í nótt. Kosning hefst klukkan 1.50 og lýkur kl. 6.

Upphaflega var gerður samningur milli Skjás eins og Og Vodafone um að skilaboðin myndu kosta 99 kr. Í gær hafði Skjár einn samband við Og Vodafone um að lækka verðið á sms-skilaboðunum. Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Og Vodafone, segir fyrirtækið hafa ákveðið að lækka verðið til að tryggja að sem flestir greiði Magna atkvæði sitt í kvöld. Sms-ið kostar nú 19 kr. eins og hjá Símanum.

Númerið sem senda á sms í er 1918, skilaboðin ,,rock 2", og þá greiðist atkvæðið Magna.

Áhugavert: http://www.leto.is/clients/anon/magni/

mbl.is/Árvakur hf, 2006