Pirrar það mig bara hvernig fólk hefur ekki nennt að hræra neitt til fyrr? Alveg fáránlegt verður að segjast, sýnist á öllu að Shane sé samt næstur burt ef han er að fara skapa rifrildi því það þorir enginn að floppa. Eins og Bruce fékk kjörið tækifæri til að jafna stöðuna en hvað gerði kapppinn? Hann sætti sig að vera no.6 Vona hann hafi ekki eyðilagt algjörlega fyrir sér með því.
Maður heldur náttúrulega með the underdog Terry, reyndar man ég aldrei eftir mjög skemmtilegum stelpum úr survivor, eða bara hörku þátttökendum? Er ég sá eini? Það er einna helst Jenna sem eitthvað vit var í. Núna er það einna helst stelpan sem datt út áðan hún var fín og hélt með henni og Terry i langan tíma. Man engan veginn nafnið, S-eitthvað held ég, jááá sally! Skil ekki hvernig ég gleymdi því :)

Persónulega held ég að Cirie eigi ekki séns, hún hefði átt að skipta um hlið fyrir lööööngu. Svo næst elsta konan á svæðinu sem Shane hatar hún mun ekki vinna. Danielle finnst mér eiga séns þar sem hún er ekki með neina mikið á móti sér. Finnst allavega eins og Shane hati hana ekki eins mikið. Þegar ég lít yfir þetta þá held ég að Shane eða Terry vinna þetta. Svo eru þessir Underdogs, Aras, Danielle og Bruce sem gætu með heppni komið sér á toppinn. Kæmi mér samt ekki á óvart ef að í næsta þætti karlarnir taka saman, Shane,Bruce og Terry.

En það er alltaf spurning með Aras, held það myndi gera honum mjög gott að fylgja þeim þremur en að hanga með stelpunum sérstaklega útaf goðinu sem Terry er með. Myndi lika losna við leiðinlega keppendur! Danielle er lika góður möguleiki á að fara yfir með strákunum. Efast að hinar tvær fari!
Kveðja