Þá er enn önnur þáttaröðin af The Amazing Race byrjuð á stöð 2.
Fyrir þá sem hafa aldrei horft á þessa þættir þá eru þetta 11 tveggja manna lið sem ferðast um heiminn og leysa allskonar þrautir. Eitt lið dettur úr í hverjum þætti en það er liðið sem kemst síðast á hvíldarstaðinn í hverju landi.
Í þessari seríu eru Rob og Amber að keppa en þau voru í Survivor og vann Amber (held ég) eina milljón dollara og Rob fékk líka eina milljón dollara því hann vann eitthvað.. “vinsælasti keppandinn”.
Svo las ég einhverstaðar að þau hafi fengið aðra milljón fyrir að leyfa einhverri sjónvarpsstöð að sýna brúðkaupið þeirra.
Og núna eru þau að keppa um aðra milljón.
Hvað er ykkar álit á þeim..??