Allt í drasli er íslenskur rauveruleikaþáttur fyrir þá sem ekki vita. Karl og kona í eldri kanntinum stjórna þessum þætti. Þátturinn fjallar um drasl aðalega.
Ég hef ekki gaman að þessum þáttum, en um daginn kveikti ég á sjónvarpinu og þessi þáttur var í loftinu, svo ég prófaði að horfa á hann.
Ég bara skil ekki hvernig það er hægt að vera með svona mikið drasl og óreiðu heima hjá sér, hjón með ungabarn, svona ryk getur farið illa í þau. Og inn í eldhúsi sem venjulegt fólk býr til mat, helmingurinn af því sem fer á diskinn er bara óhreinindi.
Það var t.d. piparsveinn einu sinni í þessum þætti, ‘'sjensinn’' að hann nái sér í kærustu, hann getur ekki boðið henni heim til sín nema að skammast sín! Kærastan ætlar að fá að fara á klósettið og skálin ógeðsleg, þau að fara að leika sér uppí rúmi, hún gæti fengið sýkingu í klofið út af óhreinindum, eða matareitrun þegar hann eldar fyrir hana.
Mér finnst þetta ekki smekklegt og efast um að einhverjum finnist það.