Þetta er c/p
Horfir guð á Survivor?
Survivor er áhugavert sjónvarpsefni, guð kemur mikið við sögu enda virðast margir keppendur vera ákaflega trúaðir.
Í einni þáttaröðinni var kokkur að nafni Keith að tala um að honum þætti það undarlegt að það kæmi alltaf rigning þegar kæmi að þinginu þar sem kjósa á fólk í burtu. Hann var nokkuð viss um að þarna væru á ferðinni æðri öfl. Þetta finnst mér ákaflega undarlegt viðhorf. Reyndar finnst mér almennt stórskrýtið að fólk trúi á æðra afl en að halda að þetta æðra afl sé að skipta sér af svona keppni sýnir svo um munar hve trúin er órökrétt. Af hverju býr þetta æðra afl ekki til rigningu á þurrkasvæðum í staðinn fyrir að reyna að gera raunveruleikasjónvarp dramatískara?
Guð (eða hið æðra afl) kemur víða við, hann hefur hjálpað ófáum íþróttamönnum að ná glæsilegum árangri, allavega vilja margir þeirra eigna guði árangur sinn. Hvernig dettur fólki í hug að guð langi til að hjálpa því að setja heimsmet á meðan honum er sama þó börn séu drepin?
Kannski er þetta gamaldags guð. Hugsanlega guð Gamla Testamentisins sem fékk ekkert samviskubit yfir því að slátra fólki vegna veðmáls. Það gæti verið að guð sé ennþá í þessu braski. Var guð kannski að tapa veðmáli þegar keppendi í Survivor datt úr keppni eftir að hafa brennst illa? Við vitum að þessi guð er ekki hafinn yfir það að svindla.
Það segir vissulega sína sögu að hin æðru öfl, sem kokkurinn Keith talaði um, ákváðu að sleppa því að rigningunni næst þegar átti að reka einhvern úr þættinum.