Úrslit i stjörnu-survivor
jæjæ nú voru úrslitin i survivor i gærkvöldi. Sjálf er ég ekki ánægð með úrslitin því mér finnst þau tvö sem voru í úrslitunum alls ekki eiga það skilið að vinna. M.a. vegna þess að þau beittu öllum brögðum til þess að vinna þessa keppni. og sviku vini sína. En aftur á móti er það nú satt sem var sagt i gær í þættinum að Rob hafi verið besti leikmaðurinn i þættinum hingað til. maður sá það bara þegar maður horfði á alla þættina, hann var með plan allan tíman og var alltaf bestur i öllum keppnum o.s.frv. þannig að ég verð að segja að mér finnst að Rob eigi frekar skilið að vinna heldur en Amber, ég meina hún var alltaf að segja að hún væri bara þarna útaf heppni. Þannig að það var augljost að það var hann sem bjó til allar áætlanirnar. Svo fannst mér dáldið sætt þegar hann bað hana um að giftast sér.