Jæja, ef ég á nú að segja eins og er, þá finnst mér þetta vera orðið frekar þreytt. Mér finnst svo ömurlegt að allir láta Boston Rob ráðskast með sig, hann er í rauninni sá eini sem er að spila leikinn af þeim sem eftir eru :s En ég verð nú samt að segja að Boston Rob er minn maður í þessum leik, þannig að ég kvarta ekki undan því að allt stefnir í sigur hjá honum. Eða náttla Amber því mér finnst alveg mjög miklar líkur á því að þau 2 verði í úrslitum, en sambandið heldur alveg örugglega áfram og þau tvö eigi eftir að eyða þessari millu saman.
En eins og ég segi, mér finnst ekki vera nógu mikið fútt í leiknum núna. það væri auðvitað allt annað ef Rob C væri enþá, hann er my hero, algjör snillingur. Mér finnst bara að fólkið þarna eigi að opna augun, því að ef Rob kemst í “final 3” er hann næstum öruggur með það að vinna friðhelgi, því hann er lang sterkastur af þeim sem eftir eru.
En við fáum náttla ekki að sjá allt það sem gerist bakvið tjöldin svo hver veit hvernig fer.
Mér finnst semsagt vanta svikin og rifrildin og allt það skemmtilega ;)
Vona að þið segið ykkar skoðun á málinu :D
Takk fyrir mig…