Jæja. Ég held að Survivor sé leikið og þessi þátttur ýtti undir grunsemdir mínar.
Mogomogo er bókstaflega að grafa sína eigin gröf. Ef að þau hefðu rekið Kathy, Shi Ann og Jerri í staðin fyrir Ethan, Colby og Richard þá væru þau komin í talsvert betri stöðu núna.
Lex er búinn að naga undann sér lappirnar og grafa gröfina fyrir Mogo Mogo. Jafnvel þótt þau hafi fengið skýli Chapera og Amber þá eru þau enn í verri stöðu.
Boston Rob hótaði Lex öllu illu ef að þau myndu reka Amber og MogoMogo rak Jerri (júhú!).
Ég held að samrunninn verði í næsta þátti.
En ég held að Alica sigri Survivor. Ekki spyrja mig afhverju ég held þetta ég bara held það og get ekkert gert að því.
Boston Rob og Amber eru þau einu sem eru sem eru með samkomulag en í MogoMogo eru Kathy og Shi-Ann.
Ég held að Alica vinni með sömu aðferð og Sandra vann í seinasta Survivor. Enginn álítur hana sem ógnun þannig að enginn hefur löngun til að reka hana úr.
Ég veit að þetta er léleg grein en ég varð bara að fá að segja einhvað.