Richard var svo hrikalega hrokafullur að áhorfendur þoldu hann ekki. Hann var algjör úlfur í sauðgæru, á meðan allir aðrir voru þarna í hálfgerðu “fríi” þá skipulagði hann nánast alla brottrekstra án þess að hinir áttuðu sig á því áður en það var of seint!! Hann gekk þarna um nakinn og fékk því viðurnefnið “Fat naked fag”.
Ekki má gleyma að hann er hálfpartinn höfundur og guðföður kosningabandalaga í survivor. Hann fékk Sue, Rudy og Kelly í lið með sér til að kjósa út aðra og var það fyrsta bandalag í sögu survivor.
Rich verður án efa risastórt skotmark í survivor a.s.s. og ef hann vinnur þessa seríu þá skal ég hundur heita. Ef þið sjáið promo fyrir survivor a.s.s. þá segir hann framan í myndavélina “sigur minn í survivor a.s.s. verður bara en ein skraufjöður mín”.
Svona smá dæmi um hrokann: Í fyrsta þætti survivor 1 sagði hann “I'm ready to go survivorwise, write me the check because I'm the winner.”
Þess má geta að ég held með honum, Rob úr survivor 4 og Rob úr survivor 6.