Í 8. þætti var byrjað á því að kjósa hverjir af utangarðsmönnunum kæmust inn í leikinn á ný. Lill og Burton komust inn aftur. Lill fór í Morgan og Burton í Drake. Svo mættu liðin í keppni og það varð sameining. Það varð einstaklingskeppni sem gekk út á það að 5 kepptu í einu á sitthvorum fleka og áttu að toga sig eftir bandi sem var í sjónum undir flekanum og þegar þeir komu út á enda átti að fara á flekann og hlaupa í hinn endann og fara aftur útí. Það var líka op í miðjunni þar sem fólk gat komið upp og andað. 2 fyrstu í hverjum hóp komust í úrslit en þeir þurftu að vera fljótastir með 2 hringi. Í fyrsta hópnum komust Rupert og Burton áfram en í hinum hópnum Jon og Savage. Þeir kepptu svo aftur í þrautinni og þá átti að fara 5 hringi og taka lykla á endanum og hlaupa yfir á hinn endann með lykilinn og hengja hann á e-a spýtu. Burton vann en Rupert var rétt á eftir honum. Þegar þau komu heim sem nýr ættbálkur, Balboa, þá beið þeirra hlaðborð. Svo var farið á þing og það mátti ekki kjósa Lill eða Burton vegna þess að þau voru ný. Burton átti friðhelgina en gaf Rupert hana. Þátturinn endaði með því að Savage var rekinn burt!!